Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. júlí 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Gulli Gull og Gummi Steinars ræða um Vaduz
Gulli Gull spilar á sínum gamla heimavelli á fimmtudaginn.
Gulli Gull spilar á sínum gamla heimavelli á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks og Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari liðsins fara á gamlar slóðir á fimmtudaginn þegar Breiðablik mætir Vaduz í Liechtenstein í seinni leik liðanna í Evrópukeppninni.

Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli í Kópavoginum en bæði Gunnleifur og Guðmundur léku með Vaduz á sínum tíma og þekkja því ágætlega til í Liechtenstein.

Þeir báðir eru í viðtali á Blikar TV þar sem rætt er um tímann saman hjá Vaduz og þar er til að mynda sýnt glæsilegt mark Guðmundar fyrir Vaduz á sínum tíma.

Þeir léku með Vaduz um tíma árið 2009, Guðmundur gekk síðan í raðir Keflavíkur í kjölfarið á meðan Gunnleifur fór til FH og síðan í kjölfarið til Breiðabliks.

Breiðablik mætir Vaduz í seinni leiknum á fimmtudaginn klukkan 17:00 á íslenskum tíma.

Viðtalið við þá félaga, Gunnleif og Guðmund Steinarsson má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner