fös 16. ágúst 2019 11:34
Elvar Geir Magnússon
Liverpool slítur viðræðum við Roma um Lovren
Dejan Lovren.
Dejan Lovren.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur slitið viðræðum við Roma um króatíska miðvörðinn Dejan Lovren.

Allt virtist stefna í að Lovren færi til Ítalíu en nú hefur staða gjörbreyst.

Roma hafði upprunalega gefið Liverpool þær upplýsingar að félagið væri tilbúið að kaupa Lovren en ekkert formlegt kauptilboð hefur verið gert.

BBC segir að Roma hafi í viðræðunum reynt að fá Lovren lánaðan en Liverpool ekki verið tilbúið í það.

Gazzetta dello Sport segir að samkomulagið hafi strandað á því að Roma og Lovren hafi ekki náð samkomulagi um bónusgreiðslur.
Athugasemdir
banner
banner
banner