Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   mán 16. september 2019 22:04
Baldvin Már Borgarsson
Skúli klárar ferilinn sem meistari: Kunnum þetta KR-ingar
Skúli Jón í leik með KR.
Skúli Jón í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón var kampakátur að leikslokum eftir 1-0 sigur KR á Val fyrr í kvöld en KR-ingar tryggðu sér sinn 27. Íslandsmeistaratitil með sigrinum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. KR-ingar voru talsvert betri allan leikinn og sýndu það hreinlega að þeir væru besta lið landsins með frammistöðu sinni en sigurinn var síst of stór.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KR

Hversu sætt er það að klára titilinn á Hlíðarenda fyrst þið gerið það ekki heima?

„Það var rosalega sætt að klára þetta núna, það hefði verið erfitt að fara á heimavöll og mæta FH og eiga svo þá mögulega einhvern síðasta leik á móti Breiðablik þannig við ætluðum að koma hérna og klára þetta á okkar eigin forsendum fyrst að tækifærið var til þess.''

Skúli er að leggja skóna á hilluna. Hversu sætt er að enda síðasta tímabilið á titli með uppeldisfélaginu?

„Það er bara það besta sem að gat gerst þannig ég fer rosalega ánægður inn í framtíðina.''

Stuðningsmenn KR voru svakalegir í allt kvöld og stemningin á pöllunum engu lík, hefur Skúli eitthvað að segja við þá?

„Þeir eru bara geggjaðir, þeir voru byrjaðir hérna löngu fyrir leik, við kunnum þetta KR-ingar, að fagna og höfum gert það nokkrum sinnum áður þannig við erum orðnir vanir og þeir eru bara geggjaðir.''
Athugasemdir
banner