Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
   mán 16. september 2019 22:04
Baldvin Már Borgarsson
Skúli klárar ferilinn sem meistari: Kunnum þetta KR-ingar
Skúli Jón í leik með KR.
Skúli Jón í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón var kampakátur að leikslokum eftir 1-0 sigur KR á Val fyrr í kvöld en KR-ingar tryggðu sér sinn 27. Íslandsmeistaratitil með sigrinum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. KR-ingar voru talsvert betri allan leikinn og sýndu það hreinlega að þeir væru besta lið landsins með frammistöðu sinni en sigurinn var síst of stór.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KR

Hversu sætt er það að klára titilinn á Hlíðarenda fyrst þið gerið það ekki heima?

„Það var rosalega sætt að klára þetta núna, það hefði verið erfitt að fara á heimavöll og mæta FH og eiga svo þá mögulega einhvern síðasta leik á móti Breiðablik þannig við ætluðum að koma hérna og klára þetta á okkar eigin forsendum fyrst að tækifærið var til þess.''

Skúli er að leggja skóna á hilluna. Hversu sætt er að enda síðasta tímabilið á titli með uppeldisfélaginu?

„Það er bara það besta sem að gat gerst þannig ég fer rosalega ánægður inn í framtíðina.''

Stuðningsmenn KR voru svakalegir í allt kvöld og stemningin á pöllunum engu lík, hefur Skúli eitthvað að segja við þá?

„Þeir eru bara geggjaðir, þeir voru byrjaðir hérna löngu fyrir leik, við kunnum þetta KR-ingar, að fagna og höfum gert það nokkrum sinnum áður þannig við erum orðnir vanir og þeir eru bara geggjaðir.''
Athugasemdir
banner