Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. nóvember 2019 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn Arsenal vilja Cazorla til baka eftir markið í gær
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla skoraði í gær sitt fyrsta landsliðsmark í fjögur ár þegar hann skoraði í 7-0 sigri Spánverja á Möltu.

Á fimmtudag sagðist hann elska tilhugsunina um að snúa einn daginn til baka á Emirates, heimavöll Arsenal, þar sem hann lék um árabil.

Cazorla fór til Villarreal frá Arsenal fyrir tveimur leiktíðum en hjá Skyttunum skoraði hann 29 mörk í 180 leikjum og hjálpaði félaginu að vinna tvisvar sinnum ensku bikarkeppnina og tvisvar sinnum Samfélagsskjöldin.

Cazorla var meira og minna meiddur síðustu tvö árin sín hjá Arsenal en hann er mikils metinn hjá félaginu. Á fimmtudag sagðist hann sjá eftir því að hafa ekki fengið tækifæri til að kveðja Arsenal almennilega og vildi fátt frekar en að leika aftur á Emirates.

Í kjölfar marksins gegn Möltu vildu nokkrir Arsenal menn fátt meira en fá Cazorla til baka til Lundúna eins og sjá má hér að neðan.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner