Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 17. apríl 2014 15:30
Venni Páer
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Lélega vídeóleigan í norður London
Venni Páer
Venni Páer
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Image
Tottenham hefur átt betri tímabil.
Tottenham hefur átt betri tímabil.
Mynd: Getty Images
Fyrir nokkrum árum horfði ég á þætti sem heita Lost. Ég eyddi í það 85 klukkutímum sem ég hefði annars getað nýtt í að láta Bjössa gera armbeygjur og höfrungahlaup (reyndar kom hann einu sinni í heimsókn til mín þegar ég var að horfa og þá lét ég hann standa á haus á meðan en það var reyndar bara tilraun til þess að gá hvort það væri einhver glóra í þáttunum frá öðru sjónarhorni). Þegar þáttaröðinni lauk leið mér eins og ég hefði verið að horfa á 85 klukkutíma langan Arsenal leik sem lýkur með sigurmarki þeirra á seinustu sekúndunni í uppbótartíma.

Þetta var og er sama tilfinning og ég fæ í lok hvers tímabils Tottenham. Fyrir þetta tímabil seldum við Gareth Bale til Real Madrid og ég óskaði þess heitt að Bale myndi skíta á sig á Spáni og hann kæmi aftur til okkar næsta sumar fyrir einn tíunda af þeirri upphæð sem við fengum fyrir hann. En nei. Hann spilar eins og engill og virðist hreinlega vera hamingjusamur innan um Pepe, Ramos og nokkra aðra prumphausa sem eru á "Mig langar til að skalla..." listanum mínum. Meir að segja ljóta fermingarstelpan hann Modric stígur varla feilspor og virðist heldur ekki, frekar en Bale, sakna sótugra húsanna í norður London né kæfandi djúpsteikingarlyktarinnar sem klístrast miskunnarlaust framan í saklausa vegfarendur sem spígspora grandlausir um göturnar í nágrenni White Hart Lane, jafnt fyrir sem og eftir tapleikinn.

Við fengum fullt af peningum fyrir þá báða. Fullt fullt af peningum. Og við fjárfestum þeim í nýjum leikmönnum. Fullt fullt af nýjum leikmönnum. Eftir á að hyggja þá má líkja þessu við vídeóleigu sem selur ómetanlegt Beta eintak af Total Recall, og fjárfestir ágóðanum í.........bara einhverju ömurlegu sem getur hvorki skorað né gefið stoðsendingar. Það færi enginn á svoleiðis vídeóleigu það er klárt mál.

Það er semsagt það sem ég vildi sagt hafa í þessum pistli.
Já og gleðilega páska til allra sem eru ekki á "Mig langar til að skalla...." listanum mínum.

Kveðja Venni Páer
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner