Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 17. júní 2019 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Borguðu tæplega 40 milljónir fyrir Andra Rúnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskipti Andra Rúnars Bjarnasonar til Kaiserslautern voru staðfest fyrr í dag en ekkert kaupverð var gefið upp. Andri Rúnar skrifaði undir tveggja ára samning við þýska C-deildarfélagið.

Íslendingavaktin hefur heimildir fyrir því að kaupverðið nemi næstum 3 milljónum sænskra króna, sem samsvarar tæplega 40 milljónum íslenskra króna eða 250 þúsund pundum.

Andri Rúnar skrifaði undir samning við félagið í dag og fór beint í byrjunarliðið sem mætti SV Rodenbach í æfingaleik. Hann lék fyrri hálfleikinn í 5-0 sigri.

Andri tekur stökkið yfir í þýska boltann eftir að hafa verið hjá Helsinborg í Svíþjóð í eitt og hálft ár. Samningur hans hefði runnið út í vetur og ákvað félagið því að selja til að missa hann ekki frítt.

Andri var markakongur í sænsku B-deildinni í fyrra og dró Helsingborg upp í efstu deild. Hann skoraði 16 mörk í 27 leikjum á síðasta tímabili og var kominn með 3 mörk í 8 leikjum í efstu deild í sumar, þar af skoraði hann tvö í síðustu þremur leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner