 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Glódís Perla Viggósdóttir hefur fengið mikið lof að undanförnu enda hefur hún farið stórkostlega af stað með Rosengård í Svíþjóð.
                
                
                                    Glódís kom nýverið heim til Íslands og spilaði tvo landsleiki gegn Írlandi. Hún var frábær í hjarta varnarinnar í báðum leikjunum gegn Írum.
„Hún er svo yfirveguð, hún er með mjög góða yfirsýn þegar hún er með boltann, hún les leikinn, staðsetningar... þetta er einn besti miðvörður Evrópu - ég held að það sé klárt," sagði Sæbjörn Steinke í Heimavellinum.
„Maður man ekki eftir því hvenær hún átti 'off' leik síðast," sagði Mist Rúnarsdóttir.
„Þetta er leikmaður sem alltaf er hægt að treysta á að sé með góða frammistöðu," sagði Aníta Lísa Svansdóttir.
Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan þar sem er rætt meira um landsleikina gegn Írlandi.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
