Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 17. júlí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Kom ekkert á óvart en var ekkert auðveldara
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson var sannkölluð hetja Breiðabliks þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í Keflavík fyrr í kvöld í endurkomusigri. Keflavík komst 2-1 yfir snemma í síðari háfleik og þannig stóðu leikar allt fram á 80.mínútu leiksins þegar Höskuldur jafnaði leikinn með þrumuskoti utan teigs sem söng í netinu. Höskuldur var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Ísaki Snæ Þorvaldssyni í teig Keflavíkur. Höskuldur ræddi við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

„Við erum bara heppnir að komast héðan með þrjú stig. Þetta var djöfull erfiður leikur og bara járn í járn allan tímann.“ Sagði Höskuldur um viðbrögð sín við sigrinum.

Keflavíkurliðið mætti Blikum af hörku í dag og setti dágóða pressu á Kópavogspilta lengi vel í leiknum. Kom upplegg þeirra Höskuldi og liðsfélögum hans á óvart?

„Við vorum búnir að skoða þá vel og sjá að það er plan í gangi hjá þeim. Þeir eru ekkert eðlilega góðir í skyndisóknum þegar þeir vinna boltann þá vita þeir hvert þeir eiga að fara og þótt þú vitir það þá er það hægara sagt en gert að stoppa það þannig að það kom ekkert á óvart en var ekkert auðveldara þar með sagt.“

Mikið álag hefur verið á liði Breiðabliks að undanförnu. Er Höskuldur eitthvað farinn að finna fyrir því í fótunum?

„Nei nei. Þú kemst bara í betra og betra leikform. Þetta er bara því fleiri leikir því betra. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner