Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 17. júlí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Kom ekkert á óvart en var ekkert auðveldara
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson var sannkölluð hetja Breiðabliks þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í Keflavík fyrr í kvöld í endurkomusigri. Keflavík komst 2-1 yfir snemma í síðari háfleik og þannig stóðu leikar allt fram á 80.mínútu leiksins þegar Höskuldur jafnaði leikinn með þrumuskoti utan teigs sem söng í netinu. Höskuldur var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Ísaki Snæ Þorvaldssyni í teig Keflavíkur. Höskuldur ræddi við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

„Við erum bara heppnir að komast héðan með þrjú stig. Þetta var djöfull erfiður leikur og bara járn í járn allan tímann.“ Sagði Höskuldur um viðbrögð sín við sigrinum.

Keflavíkurliðið mætti Blikum af hörku í dag og setti dágóða pressu á Kópavogspilta lengi vel í leiknum. Kom upplegg þeirra Höskuldi og liðsfélögum hans á óvart?

„Við vorum búnir að skoða þá vel og sjá að það er plan í gangi hjá þeim. Þeir eru ekkert eðlilega góðir í skyndisóknum þegar þeir vinna boltann þá vita þeir hvert þeir eiga að fara og þótt þú vitir það þá er það hægara sagt en gert að stoppa það þannig að það kom ekkert á óvart en var ekkert auðveldara þar með sagt.“

Mikið álag hefur verið á liði Breiðabliks að undanförnu. Er Höskuldur eitthvað farinn að finna fyrir því í fótunum?

„Nei nei. Þú kemst bara í betra og betra leikform. Þetta er bara því fleiri leikir því betra. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner