Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. ágúst 2021 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Hentar þeirra leikstíl ofboðslega vel
Jóhann Ólafur Jóhannsson.
Jóhann Ólafur Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ólafur Jóhannsson skoraði tvennu fyrir KFG er liðið vann 4-1 sigur á Tindastóli í 13. umferð 3. deildar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Ástríðunnar.

„Hann er búinn að skora sjö mörk. Hann er með jafnmörg mörk og Cristofer Rolin, Mate Paponja, Arnar Laufdal og Abdul Bangura," sagði Gylfi Tryggvason.

„Þarna eru tveir leikmenn sem voru í liði fyrri umferðar og hann er búinn að jafna þá að mörkum," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Jóhann Ólafur er gríðarlega mikilvægur fyrir KFG. Hann hentar þeirra leikstíl ofboðslega vel, hann heldur boltanum vel uppi og vinnur sína skallabolta," sagði Sverrir jafnframt.

„Þeir vilja liggja til baka, koma sér rólega inn í leikina og hafa það kósý í fyrri hálfleik. Þú getur ekki haft það kósý nema þú sért með leikmann frammi sem getur dílað við boltana," sagði Gylfi.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
10. umferð: Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
11. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
12. umferð: Dimitrije Cokic (Ægir)
Ástríðan - Markalaus jafntefli í 2. deild - stuð í 3. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner