Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 18. janúar 2020 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Frammistaða sem verðskuldaði þrjú stig
„Ég er mjög vonsvikinn í dag," sagði Mikel Arteta eftir 1-1 jafntefli Arsenal gegn Sheffield United á heimavelli. John Fleck jafnaði fyrir Sheffield United á 83. mínútu.

„Mér fannst frammistaðan verðskulda þrjú stig. Við töpuðum tveimur stigum," sagði Arteta.

„Í ensku úrvalsdeildinni, ef þú gengur ekki frá leiknum þá þurfa svona lið, á síðustu 10-15 mínútunum, bara langan bolta, seinni bolta, fast leikatriði og þú tapar stigunum. Þannig er það bara."

Arteta hrósaði hinum 18 ára gamla Gabriel Martinelli sem skoraði mark Arsenal í leiknum.

„Hann er 18 ára gamall strákur sem er mjög áhugasamur, en hann er jafnframt mjög hugrakkur í ákvarðanartöku, að ógna andstæðingnum í hvert skipti," sagði Arteta.

Arteta var þá ósáttur við VAR, en hægt er að lesa um það hérna.
Athugasemdir
banner