Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 18. janúar 2021 14:56
Elvar Geir Magnússon
Það helsta frá fréttamannafundi Lampard
Leicester og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld en Frank Lampard, stjóri Chelsea, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Leicester er í þriðja sæti en Chelsea í því sjöunda eftir að hafa unnið nauman sigur á Fulham á laugardaginn.

Hér má sjá það helsta sem fram kom á fréttamannafundi Lampard í dag.

Kante áfram á meiðslalistanum
„Andreas Christensen er leikfær en N'Golo Kante er enn frá vegna meiðsla aftan í læri. Hann er ekki klár í slaginn," segir Lampard.

Ætlar að reyna að aðstoða Werner
Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórtán leikjum fyrir Chelsea.

„Ég ætla að ræða við hann og reyna að hjálpa honum á æfingasvæðinu. Þetta er eitthvað sem allir leikmenn upplifa á ferli sínum. Timo hefur sýnt að hann er toppleikmaður, allra augu er á honum og ég mun reyna að aðstoða hann," segir Lampard.

Tomori gæti verið lánaður
AC Milan vill fá varnarmanninn Fikayo Tomori lánaðan frá Chelsea. Lampard segir að þar sem hann sé með fimm miðverði þá gæti Tomori farið á lán.

Leicester er í titilbaráttu
„Þeir eru klárlega í titilbaráttu. Bæði þegar spilamennska þeirra er skoðuð og líka úrslitin. Þetta er gott lið með góða einstaklinga og virkilega góðan stjóra í Brendan Rodgers," segir Lampard.

Gott fyrir Drinkwater að komast á lán
Miðjumaðurinn Danny Drinkwater hefur verið lánaður til tyrkneska liðsins Kasimpa.

„Það er frábært fyrir Danny Drinkwater að fá spiltíma," segir Lampard. „Ég er ekki að hugsa um að fá leikmenn út til að fá leikmenn inn. Ég er að reyna að halda réttu jafnvægi í hópnum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner