Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   þri 18. janúar 2022 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fyrsta sinn í mínu lífi þar sem deild frestar leikjum vegna meiðsla"
Á að fækka leikjum?
Mynd: EPA
Leik Arsenal og Tottenham var frestað um liðna helgi þar sem margir eru fjarverandi hjá Arsenal vegna meiðsla, Afríkukeppninnar eða á láni frá Arsenal. Einungis einn er fjarri góðu gamni vegna covid en leikjum hefur verið frestað að undanförnu þegar margir smitast hjá sama félaginu.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, tjáði sig um frestunina á blaðamannafundi í dag. Framundan er leikur Tottenham gegn Leicester á útivelli á morgun.

„Ég held að ef úrvalsdeildin ætlar að fresta leikjum vegna meiðsla þá ætti að skoða að fækka leikjum til að koma í veg fyrir meiðsli. Þetta er í fyrsta sinn í mínu lífi þar sem deild frestar leikjum vegna meiðsla, þetta er mjög furðulegt og kemur mér mjög á óvart."

„Ef það er möguleiki á því að spila þá verðum við að spila, eigum ekki að fresta leikjum vegna landsliðsverkefna eða meiðsla. Vandamálið tengt covid er nægilega stórt. Tottenham var hent úr Sambandsdeildinni því úrvalsdeildin vildi ekki færa leikinn gegn Leicester. Svo vildi Leicester fresta og þá var leikurinn færður."

„Þetta er mjög undarlegt og við erum vonsviknir með þetta þar sem deildin refsaði Tottenham á sínum tíma þegar leiknum var ekki frestað fyrir okkur en var frestað þegar Leicester bað um frestun. Það skaðaði Totteham mikið. Það verður að reyna vernda liðin sem eru í Evrópu. Það verður að sýna okkar starfi virðingu. Okkur var refsað af úrvalsdeildinni, ekki UEFA,"
sagði Conte pirraður.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikur Arsenal og Tottenham, sem átti að fara fram á sunnudag, fer fram.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner