Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   sun 18. maí 2014 21:45
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Algerlega galið að spekulera í þessu
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjá nsson, þjálfari Breiðabliks, vissi ekki alveg hvort hann átti að vera sáttur eða svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar komust yfir í tvígang en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir úr Grafarvoginum og enduðu liðin á að taka eitt stig hvort með sér heim.

,,Það er voðalega erfitt strax eftir leik að átta sig á því hvort maður er sáttur eða ekki með stigið. Það var batamerki á liðinu, meiri kraftur og ákefð, en var ósáttur með hvernig mörkin komu. Sérstaklega fannst mér við vera sofandi í fyrra markinu, og í seinna markinu áttum við að vera grimmari á boltann í teignum,“ sagði Ólafur eftir leikinn.

„Fjölnisliðið var sprækt, þeir settu á okkur pressu og voru eins og þeir eru búnir að vera allt mótið, ákafir og flott lið. Ég geri ekkert lítið úr því, þeir sóttu þetta stig jafn hart og við.“

Blikar eru einungis með tvö stig eftir fjóra leiki og er það mun lakari árangur en flestir bjuggust við fyrir mót.

„Við höfum ekki unnið nógu marga leiki og ekki gert nægilega mikið til að vinna þá. Úrslitin sjá alltaf um sig sjálf, og frammistaðan er leið að úrslitunum. Það sem við höfum gert í leikjunum hefur ekki verið nægjanlegt til þess að vera komnir með fleiri stig, það er bara staðreynd. Við fáum of mikið af mörkum á okkur og skorum ekki nægjanlega mikið,“ sagði Ólafur.

Ólafur tekur við liði Nordsjælland í Danmörku innan skamms og verður hans síðasti leikur með Blika þann 1. júní. Knattspyrnuunnendur, þar á meðal sérfræðingar í Pepsi mörkunum, vilja meina að Ólafur hefði hugsanlega átt að hætta strax með liðið þegar ljóst var að hann væri á leið til Danmerkur.

Hann segir þó að leikmenn geti ekki notað það sem afsökun að það trufli þá að hann verði einungis með liðið fram í júní.

„Það er gersamlega ómögulegt fyrir mig að segja hvort það hafi áhrif á spilamennskuna eða ekki. En ef þeir eru að spá í því og búa sér til einhverjar afsakanir, eða aðrir eru að búa til afsakanir fyrir þá, þá finnst mér það alveg fráleitt. Það á ekki að skipta neinu máli, það er áfram með smjörið og fullt af leikjum eftir, hvort sem ég verð þarna eða ekki. Það hafa þjálfarar verið reknir og nýjir tekið við, og það hefur skilað árangri og það hefur ekki skilað árangri,“ sagði Ólafur.

Ólafur segir að það sé galið að tala um mistök af hans hálfu eða stjórnarinnar að hafa hann áfram við stjórnvölinn.

„Ég ákvað ekki að vera áfram. En alls ekki, bara galið. Stjórn knattspyrnudeildarinnar og ég tókum ákvörðun um þetta. Við vitum ekkert hvað hefði gerst ef ég hefði stoppað fyrir mót og aðrir verið með liðið. Þetta eru bara spekulasjónir sem við fáum aldrei vísbendingu um, hvort hlutirnir hefðu verið öðruvísi, það er eiginlega bara algerlega galið að vera að spekulera í þessu,“ sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner