Afturelding er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að næla í miðjumanninn Luc Kassi. Hann getur líka spilað á vængnum og sem fremsti maður.
Kassi er þrítugur Fílbeinstrendingur sem var síðast á mála hjá Degerfors. Sænska félagið greindi frá því í dag að það hefði komist að samkomulagi við leikmanninn um riftun.
Hann hefur lengst af á sínum ferli verið hjá Stabæk í Noregi, var þar á árunum 2012-2022 og fékk norskan ríkisborgararétt.
Kassi er þrítugur Fílbeinstrendingur sem var síðast á mála hjá Degerfors. Sænska félagið greindi frá því í dag að það hefði komist að samkomulagi við leikmanninn um riftun.
Hann hefur lengst af á sínum ferli verið hjá Stabæk í Noregi, var þar á árunum 2012-2022 og fékk norskan ríkisborgararétt.
Fyrir tímabilið 2023 gekk hann í raðir KÍ Klaksvík í Færeyjum, varð færeyskur meistari og var í stóru hlutverki í liðinu sem fór í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sumarið 2024 skrifaði hann svo undir hjá Degerfors í sænsku B-deildinni og hjálpaði liðinu að komast upp.
Á þessu tímabili hafði hann einungis komið við sögu í þremur leikjum í sænsku úrvalsdeildinni.
Hjá Stabæk lék Kassi örfáa leiki með Veigari Páli Gunnarssyni og Bjarna Ólafi Eiríkssyni.
Afturelding er á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni. Liðið situr í 7. sæti deildarinnar með nítján stig, markatölunni frá efri hlutanum og fjórum stigum frá fallsæti þegar flest lið eiga eftir að spila sjö leiki áður en deildin skiptist svo í tvo hluta.
Næsti leikur Aftureldingar verður gegn Stjörnunni mánudaginn 28. júlí.
Athugasemdir