Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mið 18. september 2019 22:00
Magnús Þór Jónsson
Helgi Valur: Mér finnst við vera á réttri leið
Helgi Valur í leik með Fylki.
Helgi Valur í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson gerði annað mark Fylkis þegar liðið lagði Víking að velli í lokaleik 20. umferðar Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Með 3-1 sigrinum í kvöld komst Fylkir upp í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 28 stig. Tæknilega séð á liðið enn möguleika á Evrópusæti, það eru sex stig í það og tvær umferðir eftir.

„Það er auðvitað gott tækifæri fyrir okkur að ná okkar markmiðum. Við töluðum um að vera í Evrópubaráttu, þó það sé kannski erfitt núna þá er fimmta sætið frábært þegar tveir leikir eru eftir. Við eigum tvo leiki eftir sem við viljum vinna."

Víkingur vann úrslitaleik bikarsins og því fer liðið í fjórða sæti ekki í Evrópukeppni.

„Maður vonaði kannski að FH myndi vinna til að eiga þennan möguleika. Það er draumur allra hérna að komast aftur í Evrópu, það er orðið langt síðan síðast. Nú er það bara að klára mótið með stæl og gera betur en í fyrra. Mér finnst við vera á réttri leið."

„Við vorum í smá basli í byrjun seinni hálfleiks í kvöld. Í fyrri hálfleik gekk pressan mjög vel upp hjá okkur, þó svo að við höfum ekki verið að spila mikinn fótbolta - stuttar sendingar og svoleiðis. Pressan var að virka og við náðum að koma honum fram hratt. Við hefðum örugglega getað skorað 3-4 mörk í fyrri hálfleik. Í seinni datt þetta aðeins niður, en við erum oft sterkir í lok leikja."

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner