Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   mið 18. september 2019 22:00
Magnús Þór Jónsson
Helgi Valur: Mér finnst við vera á réttri leið
Helgi Valur í leik með Fylki.
Helgi Valur í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson gerði annað mark Fylkis þegar liðið lagði Víking að velli í lokaleik 20. umferðar Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Með 3-1 sigrinum í kvöld komst Fylkir upp í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 28 stig. Tæknilega séð á liðið enn möguleika á Evrópusæti, það eru sex stig í það og tvær umferðir eftir.

„Það er auðvitað gott tækifæri fyrir okkur að ná okkar markmiðum. Við töluðum um að vera í Evrópubaráttu, þó það sé kannski erfitt núna þá er fimmta sætið frábært þegar tveir leikir eru eftir. Við eigum tvo leiki eftir sem við viljum vinna."

Víkingur vann úrslitaleik bikarsins og því fer liðið í fjórða sæti ekki í Evrópukeppni.

„Maður vonaði kannski að FH myndi vinna til að eiga þennan möguleika. Það er draumur allra hérna að komast aftur í Evrópu, það er orðið langt síðan síðast. Nú er það bara að klára mótið með stæl og gera betur en í fyrra. Mér finnst við vera á réttri leið."

„Við vorum í smá basli í byrjun seinni hálfleiks í kvöld. Í fyrri hálfleik gekk pressan mjög vel upp hjá okkur, þó svo að við höfum ekki verið að spila mikinn fótbolta - stuttar sendingar og svoleiðis. Pressan var að virka og við náðum að koma honum fram hratt. Við hefðum örugglega getað skorað 3-4 mörk í fyrri hálfleik. Í seinni datt þetta aðeins niður, en við erum oft sterkir í lok leikja."

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner