Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 18. september 2019 22:00
Magnús Þór Jónsson
Helgi Valur: Mér finnst við vera á réttri leið
Helgi Valur í leik með Fylki.
Helgi Valur í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson gerði annað mark Fylkis þegar liðið lagði Víking að velli í lokaleik 20. umferðar Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Með 3-1 sigrinum í kvöld komst Fylkir upp í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 28 stig. Tæknilega séð á liðið enn möguleika á Evrópusæti, það eru sex stig í það og tvær umferðir eftir.

„Það er auðvitað gott tækifæri fyrir okkur að ná okkar markmiðum. Við töluðum um að vera í Evrópubaráttu, þó það sé kannski erfitt núna þá er fimmta sætið frábært þegar tveir leikir eru eftir. Við eigum tvo leiki eftir sem við viljum vinna."

Víkingur vann úrslitaleik bikarsins og því fer liðið í fjórða sæti ekki í Evrópukeppni.

„Maður vonaði kannski að FH myndi vinna til að eiga þennan möguleika. Það er draumur allra hérna að komast aftur í Evrópu, það er orðið langt síðan síðast. Nú er það bara að klára mótið með stæl og gera betur en í fyrra. Mér finnst við vera á réttri leið."

„Við vorum í smá basli í byrjun seinni hálfleiks í kvöld. Í fyrri hálfleik gekk pressan mjög vel upp hjá okkur, þó svo að við höfum ekki verið að spila mikinn fótbolta - stuttar sendingar og svoleiðis. Pressan var að virka og við náðum að koma honum fram hratt. Við hefðum örugglega getað skorað 3-4 mörk í fyrri hálfleik. Í seinni datt þetta aðeins niður, en við erum oft sterkir í lok leikja."

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir