Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   mið 18. september 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Undanúrslit Fótbolti.net bikarsins eru á laugardag
Selfoss fær Árbæ í heimsókn.
Selfoss fær Árbæ í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn verða undanúrslitaleikir Fótbolti.net bikarsins á dagskrá, Selfoss og Árbær mætast á JÁVERK-vellinum á Selfossi og á sama tíma tekur KFA á móti Tindastóli í Fjarðabyggðarhöllinni.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 13. Úrslitaleikurinn verður svo föstudagskvöldið 27. september á Laugardalsvelli.

Víðismenn unnu keppnina, sem er bikarkeppni neðri deilda, þegar hún var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári.

Selfyssingar eru sigurstranglegastir í ár, eftir að hafa unnið 2. deildina. Árbær hafnaði í þriðja sæti 3. deildar.

Tindastóll vann 4. deildina og KFA endaði í fimmta sæti 2. deildar.

laugardagur 21. september
13:00 Selfoss-Árbær (JÁVERK-völlurinn)
13:00 KFA-Tindastóll (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner