Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mið 18. nóvember 2020 18:52
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Ben: Vandræðalegt ef dómgæsla er komin svona stutt í kvennaboltanum
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonur þurftu að bíta í það súra epli að falla úr leik í Meistaradeild Evrópu þegar liðið beið lægri hlut fyrir Glasgow City eftir vítaspyrnukeppni á Origovellinum í dag. Gestirnir frá Skotlandi komust yfir snemma í síðari hálfleik en MIst Edvardsdóttir jafnaði metin þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingu en Glasgow hafði betur að lokinni vítaspyrnukeppni líkt og áður sagði.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  5 Glasgow City FC

„Þetta eru mikil vonbrigði bara pirrandi að hafa ekki farið áfram af því að við áttum það svo sannarlega skilið. Við áttum, þennan leik frá a til ö. Þær byrjuðu vel og við vissum að þær kæmu og myndu pressa okkur í byrjun en við stóðum það vel af okkur. í seinni hálfleik þá tókum við yfir en þær skora mark sem er bara algjör brandari að hafi ekki verið dæmt af. “
Sagði Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals við fréttaritara eftir leik.

Valsmönnum fannst talsvert halla á sig í dómgæslunni og er auðvelt að færa rök fyrir því að Valur hafi verið rændur vítaspyrna undir lok framlengingar. Um dómgæsluna sagði Eiður.

„Öll lítil atriði. Maður veit ekki hvað maður á að segja og verður að passa sig svolítið. En það er bara vandræðalegt ef dómgæsla er komin svona stutt í kvennaboltanum. Þetta var allan leikinn. Við fengum aldrei aukaspyrnu en auðvitað þarf maður að horfa á þetta aftur og er hliðhollur sínu liði en þetta var allan leikinn, brot út um allt og þær þurftu bara að öskra og kalla á spjöldin. Hún bar rosalega virðingu fyrir þeim sem er mjög skrýtið því við vorum á heimavelli og miklu betra liðið.“

Tapið þýðir að Valur hefur lokið leik þetta tímabilið og getur hafið undirbúning fyrir það næsta.

„Þetta súmmerar upp sumarið hjá okkur þessi leikur. Við leggjum okkur 100% fram og eigum skilið að fá ákveðin atriði en endar á leiðinlegan hátt og er 2020 bara all over.“

Aðspurður hvort Eiður myndi sakna 2020 svaraði hann,

„Nei alls ekki. Það er margt sem er þess valdandi að árið hefur ekki verið neitt merkilegt.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner