Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   mið 19. janúar 2022 23:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frank ótrúlega stoltur: Litla Brentford þvingaði United í breytingar
Mynd: EPA
Manchester United vann 1-3 útisigur á Brentford í kvöld. Staðan var markalaus en heimamenn voru með mikla yfirburði og hefðu auðveldlega getað leitt í hálfleik - jafnvel með meira en einu marki.

David de Gea var frábær í marki United og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Thomas Frank, stjóri Brentford, var virkilega sáttur með sína menn þrátt fyrir tapið.

„Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við erum minnsta félagið í úrvalsdeildinni og Manchester United er stærsta félagið. Við gjörsamlega rúlluðum yfir þá í fyrri hálfleik, þeir áttu ekki roð í okkur og við fengum þrjú virkilega góð færi. Miðað við gang leiksins var bara eitt lið að fara vinna leikinn. United-menn eru ótrúlega heppnir. Ég veit að þetta snýst um að nýta færin. Þeir voru þvingaðir í að breyta um kerfi gegn litla Brentford," sagði danski stjórinn.

„Þetta var eitt af þessum kvöldum, það verður að gefa David de Gea það, ef við fengum þessi færi aftur þá myndi boltinn fara í netið. Orkan í okkur gjörsamlega drap þá, við sýndum það með því að spila eins og Brentford á að gera í fyrri hálfleik."

„United þurfti að stíga upp af því við fórum það illa með þá, þeir voru ekkert svakalega sáttir við það, verandi mun líklegra liðið til sigurs fyrir leikinn. Þeir settu mark og breyttu gangi leiksins. Við hlupum yfir Man United og hefðum unnið á öllum öðrum dögum."

„Við viljum enda eins ofarlega og hægt er. Ég er mjög vonsvikinn að fá ekki í stig gegn toppliði. Ég hata að tapa, sérstaklega eftir stórkostlega frammistöðu,"
sagði Frank.

Anthony Elanga kom United yfir og Mason Greenwood kom gestunum í 0-2. Marcus Rashford setti svo þriðja mark gestanna áður en Ivan Toney minnkaði muninn undir lokin.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner