
„Það var gott að klára þetta svona, þetta var fínt hjá okkur," sagði Sveinn Margeir Hauksson sem skoraði síðasta mark KA í 5-0 sigri liðsins á Uppsveitum í kvöld í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: KA 5 - 0 Uppsveitir
„Við settum þrjú úr föstum leikatriðum og eftir það fór aðeins að hægja á þessu en það var fínt að vinna þetta."
Sveinn Margeir er að spila sem fremsti maður í liði KA á þessari leiktíð og komst loks á blað í kvöld.
„Ég hefði viljað nýta færin mín aðeins betur [á tímabilinu] en það kemur allt og ég er mjög sáttur með það hvernig liðið er að rúlla," sagði Sveinn.
„Þetta eru fyrstu leikirnir mínir [fremst] þannig ég er að læra inn á þetta en mér líður mjög vel og vona að það fari að skila sér."
Athugasemdir