Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Guðni Eiríksson: Maður er svekktur
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
   mið 19. júní 2024 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Oliver Stefánsson
Oliver Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA lagði KR á Akranesi og fangaði því tímamótasigri. Oliver Stefánsson leikmaður ÍA var gríðarlega sáttur í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

„Það er geðveikt. Ég man eftir síðasta sigri, ég var á KR vellinum þegar Garðar Gunnlaugs setti hann. Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, geggjað að gera það á heimavelli," sagði Oliver.

Skagamenn fögnuðu sigrinum gríðarlega vel. Eftir leik var tekinn hringur við stúkuna þar sem var komið inn á þá staðreynd að átta ár væru síðan síðasti sigur Skagamanna kom fyrir átta árum gegn KR.

Oliver hefur verið að glíma við erfið veikindi og segist hafa spilað hálf slappur í kvöld.

„Ég er allur að skríða saman. Ég fékk eitthvað afbrigði af Covid veirunni sem enginn hefur fengið, ég er búinn að vera frá í einhverja 10 daga. Ég náði að spila aðeins í dag þótt maður var smá slappur í leiknum þá er það ekkert mál, langt í næsta leik þannig ég hef engar áhyggjur af þessu. Er smá slappur, það er enginn að fara grenja yfir því," sagði Oliver.

Hann var tekinn af velli í seinni hálfleik eftir að hafa brotið af sér á gulu spjaldi.

„Ég veit ekki hvað hann var að flauta á þetta einu sinni. Ég tæklaði bara boltann og Alex (Þór Hauksson) hoppar og fer að væla eitthvað. Við tókum stöðuna í hálfleik. Ég var búinn að vera slappur lengi, ég reyndi að spila eins lengi og ég gat en svo gat ég ekki meira, skrokkurinn gersamlega búinn. Það var líka skynsamlegt að taka mig útaf eftir brotið," sagði Oliver.


Athugasemdir
banner
banner