Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Mjög erfitt að mæta Gróttu hérna á Seltjarnarnesinu og þetta er gott lið sem að þeir eru með hérna þannig að koma hingað og ná í þrjú stig er bara virkilega gott." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Eftir jafnan fyrri hálfleik voru heldur betur tíðindin í síðari hálfleik þar sem margt gerðist á stuttum tíma. 

„Það er rosa mikið sem að gerðist þarna á stuttum tíma. Mér fannst þetta fara upp í algjöra vitleysu og ég veit ekki alveg hver ástæðan þar er. Mér fannst þetta vera orðið svona eins og Svíarnir segja 'Hawaii football' því þetta var svona fram og tilbaka og allskonar action og enginn í stöðu og orðin algjör vitleysa hérna og svo koma mörkin í þessum mómentum og þá lítur þetta út fyrir að vera ennþá verra." 

„Þeir eru að klaga yfir því að þeir fengu ekki mark hérna þegar að aðstoðardómarinn er búin að flagga áður en að boltinn er kominn í markið hjá okkur svo hann sá að það var greinilega eitthvað þarna og ég veit ekki hvað þeir eru að væla yfir því en svo förum við bara í næstu sókn og við skorum 3-1 og auðvitað er miklu þægilegra að vera í 3-1 stöðu heldur en 2-1." 

„Mér fannst við bara gera virkilega vel. Við héldum fókus og héldum skipurlagi á því sem við vorum að gera. Auðvitað missum við Dominik útaf með annað gula spjaldið og við bara börðumst eins og ljón og ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum að koma hingað og sérstaklega eftir að við duttum út í bikarnum á móti þeim hérna eins og okkur fannst óverðskuldað og okkur fannst bara komin okkar tími að sýna það að við erum betri en þetta lið."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner