Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 19. ágúst 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Cahill: Þetta var hryllilegt ár
Mynd: Getty Images
Gary Cahill hefur opnað sig um erfitt tímabil sitt hjá Chelsea síðasta vetur.

Cahill var í frystikistunni hjá Maurizio Sarri, stjóra Chelsea, en í sumar gekk hann síðan til liðs við Crystal Palace.

„Ég held að fólk hafi ekki séð út á við hversu erfitt þetta var. Þetta var eitthvað sem ég vildi aldrei kynnast. Ég hef spilað stóran þátt á hverju tímabili hjá félaginu svo þetta var skrýtið tímabil," sagði hinn 33 ára gamli Cahill.

„Ég er búinn að eyða þessu úr lífi mínu. Þetta var hryllilegt ár en ég mun ekki muna eftir því frá ferli mínum hjá Chelsea. Ég mun einungis muna eftir árunum á undan og hversu vel þau gengu."

„Staðan var þannig að ég var alltaf að fara að fara á endanum. Það var alltaf að fara að gerast með þennan stjóra."

„Þegar þú spilar ekki tvo eða þrjá leiki í röð þá er erfitt að festa sig í sessi í byrjunaliðinu. Ég hefði getað brotist inn í liðið. Þú þarft að spila tvo eða þrjá leiki í röð til að fá alvöru tækifæri og ég fékk það ekki."

„Ég yfirgef félagið eftir að hafa eignast stórkostlega vini. Starfsfólkið og leikmennirnir eru frábærir. Ég fer með frábærar minningar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner