Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 19. nóvember 2019 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wycombe
Alex Þór: Reyndi að leiða strákana áfram
Alex Þór Hauksson var öflugur í dag.
Alex Þór Hauksson var öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson var fyrirliði íslenska U20 ára landsliðsins í 3-0 tapinu gegn Englendingum í kvöld en hann var nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins.

Lestu um leikinn: England U20 3 -  0 Ísland U20

Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og munaði litlu að liðið myndi leiða þegar gengið var til búningsherbergja en í þeim síðari gekk enska liðið á lagið og skoraði þrjú mörk.

„Maður er alltaf stoltur að vera fyrirliði íslenska landsliðsins og ég reyndi að leiða strákana áfram og í fyrri hálfleiknum vorum við að standa okkur vel. Við héldum þeim í skefjum og náum að skapa nokkur mjög góð færi en vantaði klíník sóknarleika og þá hefðum við farið 1-0 eða 2-0 yfir í hálfleik," sagði Alex Þór við Fótbolta.net.

„Það hefði verið högg í andlitið á þeim og gott að fara fullir sjálfstraust inn í hálfleik. Þetta er æfingaleikur en við komum í þennan leik sem hörkuleik og ætluðum að sýna hvað við gátum."

Alex segir getumuninn ekki mikinn á liðunum heldur vantaði herslumuninn í dag.

„Mér fannst það alls ekki. Fótbolti á þessu leveli eru pínulítil atriði hér og þar. Þeir skora úr fyrsta færinu á meðan við þurfum 3-4 til að skora, þar liggur munurinn."

Alex Þór var í því hlutverki að halda Angel Gomes, leikmanni Manchester United, í skefjum og tókst það ágætlega.

„Það er alltaf gaman að prófa sig á þeim bestu og mér fannst ég gera vel að halda honum og öðrum í skefjum. Þeir voru ekki að skapa eins mikið og þeir hefðu viljað og þá var kominn pirringur í þá. Þá er okkar djobb klárað," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner