Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 19. nóvember 2019 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wycombe
Alex Þór: Reyndi að leiða strákana áfram
Alex Þór Hauksson var öflugur í dag.
Alex Þór Hauksson var öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson var fyrirliði íslenska U20 ára landsliðsins í 3-0 tapinu gegn Englendingum í kvöld en hann var nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins.

Lestu um leikinn: England U20 3 -  0 Ísland U20

Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og munaði litlu að liðið myndi leiða þegar gengið var til búningsherbergja en í þeim síðari gekk enska liðið á lagið og skoraði þrjú mörk.

„Maður er alltaf stoltur að vera fyrirliði íslenska landsliðsins og ég reyndi að leiða strákana áfram og í fyrri hálfleiknum vorum við að standa okkur vel. Við héldum þeim í skefjum og náum að skapa nokkur mjög góð færi en vantaði klíník sóknarleika og þá hefðum við farið 1-0 eða 2-0 yfir í hálfleik," sagði Alex Þór við Fótbolta.net.

„Það hefði verið högg í andlitið á þeim og gott að fara fullir sjálfstraust inn í hálfleik. Þetta er æfingaleikur en við komum í þennan leik sem hörkuleik og ætluðum að sýna hvað við gátum."

Alex segir getumuninn ekki mikinn á liðunum heldur vantaði herslumuninn í dag.

„Mér fannst það alls ekki. Fótbolti á þessu leveli eru pínulítil atriði hér og þar. Þeir skora úr fyrsta færinu á meðan við þurfum 3-4 til að skora, þar liggur munurinn."

Alex Þór var í því hlutverki að halda Angel Gomes, leikmanni Manchester United, í skefjum og tókst það ágætlega.

„Það er alltaf gaman að prófa sig á þeim bestu og mér fannst ég gera vel að halda honum og öðrum í skefjum. Þeir voru ekki að skapa eins mikið og þeir hefðu viljað og þá var kominn pirringur í þá. Þá er okkar djobb klárað," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner