Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 19. nóvember 2022 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Þór: Ótrúlegt að þetta þurfti að fara í vítakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf gaman að vinna bikar, það er alltaf gaman, ætli það séu ekki 30 ár síðan ég vann bikar síðast," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands í viðtali hjá KSÍ eftir sigur liðsins í Eystrasaltsbikarnum eftir sigur á Lettlandi eftir vítaspyrnukeppni.


Lestu um leikinn: Lettland 8 -  9 Ísland

„Við erum stoltir af því að hafa tekið þátt og unnið. Við kláruðum þennan leikdag með sæmd, mér fannst við spila mjög vel, það var ótrúlegt að þetta þurfti að fara í vítakeppni, við fengum all mörg tækfæri til að klára þetta í venjulegum leiktíma," sagði Arnar.

Arnar var ánægður með tvo sigra eftir vítaspyrnukeppni en þetta var í fyrsta sinn sem hann fór í vítaspyrnukeppni á sínum þjálfaraferli.

„Strákarnir voru mjög öruggir í þessum vítum. Þetta snýst um að einbeitingin og hugarfarið sé í lagi, það sást á þessum vítum að leikmennirnir vildu vinna þessa vítakeppni, það þýðir að þú vinnur þennan leik og þennan bikar, það er bara mjög jákvætt," sagði Arnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner