Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. janúar 2020 08:48
Magnús Már Einarsson
Fernandes vill ólmur fara til Man Utd
Powerade
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Arsenal vill fá Jerome Boateng á láni.
Arsenal vill fá Jerome Boateng á láni.
Mynd: Getty Images
Janúar glugginn hefur verið rólegur hingað til en slúðurblöðin segja ýmislegt í kortunum.



Bruno Fernandes (25) hefur sagt Sporting Lisabon að hann vilji ólmur fara til Manchester United. Félögin ætla að ræða betur saman í þessari viku en illa gengur að ná saman um kaupverð. (Sky Spors)

Layvin Kurzawa (27), vinstri bakvörður PSG, fer fritt til Arsenal í sumar en hann hefur náð samkomulagi um fimm ára samning. (France Football)

Arsenal ætlar að reyna að fá varnarmanninn Jerome Boateng (31) á láni frá Bayern Munchen í þessum mánuði. Félagið ætlar síðan að kaupa varnarmanninn Dayot Upamecano (21) frá RB Leipzig í sumar. (Star)

Inter vill fá Christian Eriksen (27) í sínar raðir frá Tottenham fyrir leikinn gegn Cagliari um næstu helgi. (Mail)

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, segir að félagið vilji fá Victor Moses (29) og Olivier Giroud (33) frá Chelesa. Moses er í dag í láni hjá Fenerbahce. (Sky Sports)

Aston Villa vill fá Giroud til að fylla skarð framherjans Wesley sem er meiddur. (Mail)

Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sakað Jose Mourinho, stjóra Tottenham, um að snúa út úr orðum sínum eftir að Mourinho gagnrýndi hann fyrir að tala um Eriksen. (Mirror)

Inter vill líka fá Luka Modric (34) frá Real Madrid. (Sport)

Atletico Madrid hefur boðið 8,5 milljónir punda í Edinson Cavani (32) framherja PSG. (L'Equipe)

Tottenham gæti reynt að fá Islam Slimani (31) framherja Leicester í sínar raðir en hann er í dag í láni hjá Mónakó. (Telegraph)

Serhou Guirassy (23) framherji Amiens í Frakklandi er á óskalista Leicester og Aston Villa. (Mail)

Manchester City og Manchester United hafa verið orðuð við Lautaro Martinez (22) framherja Inter en hann segist sjálfur vera sáttur hjá ítalska félaginu. (Sun)

Inter hefur hafnað tilboðum frá Barcelona og Manchester City í varnarmanninn Alessadnro Bastoni (20). (La Gazetta dello Sport)

Liverpool er að íhuga tilboð í Pedro Brazao (17) miðjumann Nice. (Mail)
Athugasemdir
banner