Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. janúar 2021 07:30
Aksentije Milisic
Roma hefði verið dæmt úr keppni í gær - Of margar skiptingar
Pellegrini skoraði í gær.
Pellegrini skoraði í gær.
Mynd: Getty Images
Ótrúlegt mál átti sér stað í ítalska bikarnum í gær þegar Roma og Spezia áttust við í 16-liða úrslitum.

Spezia vann leikinn með fjórum mörkum gegn tveimur eftir framlengingu en heimamenn í Roma fengu tvö rauð spjöld í byrjun framlengingarinnar.

En nú er ljóst að sama hvernig leikurinn hefði farið, þá hefði Roma verið dæmt úr leik fyrir að gera of margar skiptingar.

Roma gerði sex skiptingar í heildina en einungis fimm skiptingar eru leyfilegar í ítalska bikarnum. Fifa hefur bætt við einni aukaskiptingu í framlengingu í þeim keppnum sem það á við, en svo er hins vegar ekki í þessari keppni.

Eitthvað hafa menn í Róm misskilið þetta allt saman og liðið gerði sína sjöttu skiptingu eftir að það missti tvo leikmenn af velli í framlengingunni.

Þetta er í annað skipti sem Roma gerir stór mistök en fyrr á leiktíðinni var liðinu dæmt 3-0 tap gegn Hellas Verona í leik sem lauk með markalausu jafntefli.

Amadou Diawara var þá skráður í undir 23 ára liðið nokkrum mánuðum eftir 23 ára afmælið hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner