Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   lau 20. apríl 2024 12:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti grét þegar Casemiro yfirgaf Real Madrid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Casemiro greindi frá því í viðtali á Youtube rásinni Chiringuito Inside að Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid hafi grátið þegar leikmaðurinn yfirgaf félagið til að ganga til liðs við Man Utd.


Casemiro gekk til liðs við Man Utd um sumarið 2022 en hann hafði efasemdir um að hann hafi tekið rétta ákvörðun eftir samtal við Ancelotti.

„Ég man að þetta var á föstudegi, það var nánast allt klárt, eina sem var eftir var að skrifa undir og fara í læknisskoðun. Ég fór að tala við stjórann því ég átti að fara á æfingu. Fólk vissi að þetta var frágengið," sagði Casemiro.

„Ég fór og ræddi við Ancelotti. Ég fór inn á skrifstofuna og þegar ég snéri mér við sá ég að hann var að gráta. Ég hugsaði með mér 'Af hverju ertu að gráta? Þú mátt það ekki'. Hann sagði mér að hann vildi ekki sjá mig far, hann elskaði mig mjög mikið. Á því augnabliki hafði ég efasemdir og áttaði mig á því hversu margir elskuðu mig. Ég hafði þegar tekið ákvörðun. Búinn að gefa loforð og það er mikilvægast af öllu."


Athugasemdir
banner
banner