Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   sun 20. júní 2021 21:58
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Mjög mikilvægt skref hjá okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög mikilvægt skref hjá okkur að klára þennan leik í dag eftir langa pásu, þannig að gríðarlega miklvægt og sætt að landa þessum þremur stigum," sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfurum Keflavíkur, eftir sigur liðsins á Leikni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur átti góðan leik í kvöld en fyrirliðinn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið ár og virðist óðum vera að nálgast sitt gamla form.

„Já hann er að gera það. hann hefur átt aðeins erfitt með heilsuna og við vitum alveg hvaða karakter Maggi er og það er ástæða fyrir því að hann er fyrirliði. Og það verður aðeins að minnast á það að Sævar Atli sem er auðvitað frábær leikmaður komst lítið áleiðis.“

Annar leikmaður í Keflavíkurliðinu sem virðist vera að finna sitt gamla form er framherjinn Joey Gibbs sem hefur verið að finna netmöskvanna að undanförnu og er kominn með 5 mörk í deildinni það sem af er.

„Það er bara svipað og í fyrra. Hann fór ekkert alveg strax í gang og var búinn að vera hjá okkur í dálítin tíma áður og menn farnir að efast um að hann væri það sem við vonuðumst eftir en vonandi verður bara sama þróun og í fyrra og hann bara heldur áfram.“

Sagði Eysteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir