Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 20. júní 2021 21:58
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Mjög mikilvægt skref hjá okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög mikilvægt skref hjá okkur að klára þennan leik í dag eftir langa pásu, þannig að gríðarlega miklvægt og sætt að landa þessum þremur stigum," sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfurum Keflavíkur, eftir sigur liðsins á Leikni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur átti góðan leik í kvöld en fyrirliðinn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið ár og virðist óðum vera að nálgast sitt gamla form.

„Já hann er að gera það. hann hefur átt aðeins erfitt með heilsuna og við vitum alveg hvaða karakter Maggi er og það er ástæða fyrir því að hann er fyrirliði. Og það verður aðeins að minnast á það að Sævar Atli sem er auðvitað frábær leikmaður komst lítið áleiðis.“

Annar leikmaður í Keflavíkurliðinu sem virðist vera að finna sitt gamla form er framherjinn Joey Gibbs sem hefur verið að finna netmöskvanna að undanförnu og er kominn með 5 mörk í deildinni það sem af er.

„Það er bara svipað og í fyrra. Hann fór ekkert alveg strax í gang og var búinn að vera hjá okkur í dálítin tíma áður og menn farnir að efast um að hann væri það sem við vonuðumst eftir en vonandi verður bara sama þróun og í fyrra og hann bara heldur áfram.“

Sagði Eysteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner