Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. júlí 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mögnuð innkoma hjá Kwame Quee - „Malaría er ekkert djók"
Kwame Quee
Kwame Quee
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur mikið gengið á hjá Kwame Quee, leikmanni Víkings R. í Pepsi Max-deildinni, en hann greindist með malaríu þann 8. júlí eftir að hafa verið í landsliðsverkefni með Síerra Leone en hann mætti sprækur inn í leikinn gegn Keflvíkingum í gær.

Kwame Quee er 24 ára gamall en hann var að spila sjötta leik sinn í deildinni á tímabilinu.

Hann kom inná sem varamaður á 57. mínútu og lagði upp eitt mark í 2-1 sigri. Það stafaði mikil ógn af honum en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hrósaði honum sérstaklega eftir leik.

Kwame smitaðist af malaríu á ferðalagi með Síerra Leone og var greindur með hana þann 8. júlí. Leikmenn eiga oft erfitt með að jafna sig af slíkum veikindum en hann mætti ellefu dögum síðar og spilaði í gær.

„Ég var í sambandi við lækninn í morgun þar sem við vorum að ræða hvort hann gæti verið í hóp. Ég átti vona á 10-15 mínútum af því þetta eru erfið veikindi. Malaría er ekkert djók," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Það var þvílíkur kraftur í honum. Það efast enginn um hæfileika hans sem fótboltamann. Hann er búinn að eiga martraðartímabil, kom alltof seint til okkar og landsliðsverkefni með Síerra Leone."

„Ég held hann hafi spilað fleiri leiki en hefur æft með okkur. Það er rosalega erfitt að eiga við hann 1 á móti 1 sérstaklega þegar líða tekur á leikinn og varnir andstæðinganna eru þreyttar,"
sagði hann ennfremur.
Arnar Gunnlaugs: Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner