Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 20. júlí 2024 17:35
Halldór Gauti Tryggvason
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kraftmikið FH lið og mikil læti og hamagangur og svona torsótt en sanngjarnt fannst mér.“ Þetta sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar eftir sigur gegn FH í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við vissum að, eins og FH liðið spilar mjög beinskeytt að vera vakandi fyrir, akkúrat eins og þær skora markið, sendingum aftur fyrir og það var svolítið högg að fá það. Mér fannst liðið vera smá laskað í nokkrar mínútur þar á eftir en svo í hálfleik áttum við gott spjall og töluðum um að vera vakandi fyrir þessu.”

Leah Maryann fór meidd út af í seinni hálfleik. „Hún fékk eitthvað högg og svo var það verra og það er eins og gengur í þessu.“

Melissa Garcia skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Þrótt í dag. „Hún er öflugur spilari. Hún er með góðan skilning á leiknum og góð að skila sér inn í boxið. Hún er óhrædd eins og við sáum í þessu marki.“

Má búast við meiri virkni hjá Þrótturum í glugganum? „Ég er nú búinn að vera lengi í þessum bransa og það að fá leikmenn kvenna megin er allt önnur íþrótt heldur en karla megin. Við erum eitthvað að reyna að fiska og skoða en ég lofa engu.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner