Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Óli Kristjáns: Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   lau 20. júlí 2024 17:35
Halldór Gauti Tryggvason
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kraftmikið FH lið og mikil læti og hamagangur og svona torsótt en sanngjarnt fannst mér.“ Þetta sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar eftir sigur gegn FH í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við vissum að, eins og FH liðið spilar mjög beinskeytt að vera vakandi fyrir, akkúrat eins og þær skora markið, sendingum aftur fyrir og það var svolítið högg að fá það. Mér fannst liðið vera smá laskað í nokkrar mínútur þar á eftir en svo í hálfleik áttum við gott spjall og töluðum um að vera vakandi fyrir þessu.”

Leah Maryann fór meidd út af í seinni hálfleik. „Hún fékk eitthvað högg og svo var það verra og það er eins og gengur í þessu.“

Melissa Garcia skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Þrótt í dag. „Hún er öflugur spilari. Hún er með góðan skilning á leiknum og góð að skila sér inn í boxið. Hún er óhrædd eins og við sáum í þessu marki.“

Má búast við meiri virkni hjá Þrótturum í glugganum? „Ég er nú búinn að vera lengi í þessum bransa og það að fá leikmenn kvenna megin er allt önnur íþrótt heldur en karla megin. Við erum eitthvað að reyna að fiska og skoða en ég lofa engu.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner