
Fylkir tók á móti Njarðvík á Tekk vellinum í kvöld þegar þrettánda umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Eftir mikil jafnræði var það Amin Cosic sem skoraði sigurmark leiksins djúpt inn í uppbótartíma.
„Þú getur ímyndað þér, hún er gríðarlega svekkjandi" sagði Arnar Grétarsson svekktur eftir að hafa tapað í kvöld með marki í uppbótartíma.
„Mér fannst leikurinn í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik. Mér fannst Njarðvík ívið sterkari í fyrri hálfleik án þess kannski að koma sér í miklar stöður. Mikið um langa bolta og það vantaði svolítið ró á boltann þegar við vorum á boltanum í fyrri hálfleik"
„Mér fannst við stjórna seinni hálfleik mjög vel. Fáum allavega eitt algjört dauðafæri. Tvisvar, þrisvar sem við eigum skot á 16 metrunum. Það er kannski þegar maður lítur til baka og fær á sig mark á 94. mín og líka miðað við hvað strákarnir lögðu í leikinn. Mér fannst menn vera að gefa allt og það er þeim mun meira svekkjandi líka að frammistaðan var bara nokkuð góð"
Aðspurður um hversu langt það væri í að maður myndi sjá handbragð Arnars Grétarssonar á liðinu sagði Arnar að allt tæki tíma.
„Það tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn. Eins og Fylkisliðið hefur nú oft verið að spila þá er það ekkert langt frá því sem ég hef verið þekktur fyrir að sýna. Þetta eru yfirleitt strákar sem vilja spila fótbolta og eru sóknarþenkjandi"
Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
2. ÍR | 12 | 7 | 4 | 1 | 21 - 8 | +13 | 25 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Völsungur | 12 | 4 | 2 | 6 | 18 - 27 | -9 | 14 |
8. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |