Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 20. ágúst 2022 00:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sonur Damir var á vellinum - „Þetta er ógeðslega ljótt"
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fyrr hefur komið fram hér á síðunni þá sungu stuðningsmenn HK mjög ljóta söngva um Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks í leik liðanna í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Stemningin var stórkostleg í Kórnum en hegðun hjá hópi af stuðningsmönnum HK var óboðleg.

Lena María Árnadóttir, barnsmóðir Damirs, var í stúkunni í kvöld með syni þeirra. Sem betur fer er hann það ungur að hann skilur ekki hvað sungið var um í kvöld.

„Fjögurra ára Andrinn okkar er á vellinum að horfa á pabba sinn sem hann lítur mjög upp til. Sem betur fer skilur hann ekki hvað verið er að syngja um hann en þetta er ógeðslega ljótt og á ekki heima neins staðar," skrifar Lena María.

HK hefur sent frá sér afsökunarbeiðni en það er vonandi að það fylgi þessu einhverjar aðgerðir frá KSÍ og HK - því svona hegðun hjá stuðningsfólki á fótboltaleikjum er ekki boðleg.

Sjá einnig:
Kyrja mjög ljóta söngva um Damir aftur og aftur
Ísak Snær segir hóp ungra HK-inga hafa ráðist á systur sínar


Athugasemdir
banner