sun 20. september 2020 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Allir eiga sinn þátt í þessum sigri
Klopp á hliðarlínunni í dag.
Klopp á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
„Þetta var frábær fótboltaleikur, mjög góður leikur hjá báðum liðum," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-0 sigurinn á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni áðan.

„Chelsea lið í hæsta klassa. Ég var mjög ánægður hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik, við bjuggum til góðar stöður en við náðum ekki að skora. Þegar rauða spjaldið fer á loft þá er seinni hálfleikurinn annar leikur."

„Við héldum boltanum rúllandi, leyfðum þeim að hlaupa, skoruðum mörk og fengum á okkur vítaspyrnu, en sem betur fer varði Ali hana. Allir eiga sinn þátt í þessum sigri."

Sadio Mane skoraði bæði mörk Liverpool. „Ég elska bæði mörkin af mismunandi ástæðum. Mjög góður skalli en ég elska hreyfinguna frá Sadio sem verður til þess að hann skorar. Í seinna markinu fær hann verðlaun fyrir að pressa markvörðinn," sagði Klopp í samtali við Sky Sports.

Þýski knattspyrnustjórinn ræddi einnig við BBC Sport um Thiago, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann kom inn á í hálfleik og átti flottan leik. „Við ákváðum að setja hann inn á því við vorum 11 gegn tíu og leikmaður eins og hann getur stjórnað taktinum í leiknum. Þetta var fullkomin byrjun hjá honum og strákarnir hjálpuðu honum mikið."

Fabinho spilaði sem miðvörður í dag og Klopp sagði að Brasilíumaðurinn hefði verið maður leiksins ef Mane hefði ekki skorað tvennu.
Athugasemdir
banner
banner
banner