Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 20. september 2020 19:10
Daníel Smári Magnússon
Sigurður Höskulds: Geggjuð þrjú stig
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar fagnaði sigri á Grenivík.
Sigurður Heiðar fagnaði sigri á Grenivík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ofboðslega ánægður. Góður sigur og erfitt að koma hérna. Stutt síðan að við spiluðum síðast og menn voru pínu laskaðir, geggjuð þrjú stig,'' sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson eftir 0-1 sigur Leiknis R. á Magna í Lengjudeild karla í dag. Með sigrinum komast Breiðhyltingar í toppsæti deildarinnar, allavega um stundarsakir.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  1 Leiknir R.

Leiknisliðið var talsvert meira með boltann og náðu að skapa sér þónokkuð af marktækifærum, en eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic fiskaði seint í fyrri hálfleik.

„Við fengum rosalega mörg færi í dag. Mér fannst við geggjaðir í fyrri hálfleik, fullt af sénsum. Pínu svekkjandi að hafa ekki unnið þetta stærra og að vera búnir að loka þessu fyrr.''

Aðspurður um vítaspyrnudóminn sagði Sigurður að um klára vítaspyrnu væri að ræða.

„Já, Vuk var bara rifinn niður. Mér fannst það bara augljóst víti og hann átti að vera búinn að fá annað víti fyrr í leiknum. Mjög kærkomið að fá loksins víti, því að við höfum ekki fengið margar vítaspyrnur í sumar, þrátt fyrir að eiga nokkuð margar skilið finnst mér.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner