Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mið 20. september 2023 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í gær.
Frá æfingu í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég hlakka mjög mikið til. Það er langt síðan við höfum spilað keppnisleik þannig að það verður gaman," sagði Hlín Eiríksdóttir, framherji landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Á föstudaginn spilar Ísland sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni er þær mæta Wales á Laugardalsvelli. Svo spilar þær við Þýskaland ytra.

„Það er gaman að koma til Íslands, það er geggjað veður. Þetta er mjög gaman."

Á sínu fyrsta tímabili með Íslendingaliði Kristianstad
Hlín er á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad í Svíþjóð en það er mikið Íslendingafélag. Hún hefur verið að spila vel og er búin að skora átta mörk í 20 deildarleikjum.

„Þetta hefur verið góður tími. Spilamennskan hefur verið góð upp á síðkastið þannig að akkúrat núna líður mér frábærlega. Mér finnst ég vera að bæta mig mikið," segir Hlín.

„Persónulega finnst mér ég hafa verið sæmilega stöðug í gegnum tímabilið. Við erum búnar að vinna tvo leiki í röð núna sem er sterkt hjá okkur."

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Hvernig er að vinna með henni?

„Það er frábært, algjörlega frábært. Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja. Hún er einstök að mörgu leyti. Ég hef lært helling, sérstaklega taktískt og alveg frá því ég fór til Svíþjóðar. Ég er búin að bæta mig taktískt alveg endalaust frá því ég kom þangað fyrst og ég hef haldið áfram að gera það hjá Betu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Hlín fer meira yfir verkefnið sem framundan er.

Ísland spilar við Wales á föstudaginn. Miðasala á leikinn gegn Wales er í fullum gangi á tix.is ásamt því að mótsmiðasala á heimaleiki liðsins í keppninni verður í gangi fram að leik á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner