Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mið 20. september 2023 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í gær.
Frá æfingu í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég hlakka mjög mikið til. Það er langt síðan við höfum spilað keppnisleik þannig að það verður gaman," sagði Hlín Eiríksdóttir, framherji landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Á föstudaginn spilar Ísland sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni er þær mæta Wales á Laugardalsvelli. Svo spilar þær við Þýskaland ytra.

„Það er gaman að koma til Íslands, það er geggjað veður. Þetta er mjög gaman."

Á sínu fyrsta tímabili með Íslendingaliði Kristianstad
Hlín er á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad í Svíþjóð en það er mikið Íslendingafélag. Hún hefur verið að spila vel og er búin að skora átta mörk í 20 deildarleikjum.

„Þetta hefur verið góður tími. Spilamennskan hefur verið góð upp á síðkastið þannig að akkúrat núna líður mér frábærlega. Mér finnst ég vera að bæta mig mikið," segir Hlín.

„Persónulega finnst mér ég hafa verið sæmilega stöðug í gegnum tímabilið. Við erum búnar að vinna tvo leiki í röð núna sem er sterkt hjá okkur."

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Hvernig er að vinna með henni?

„Það er frábært, algjörlega frábært. Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja. Hún er einstök að mörgu leyti. Ég hef lært helling, sérstaklega taktískt og alveg frá því ég fór til Svíþjóðar. Ég er búin að bæta mig taktískt alveg endalaust frá því ég kom þangað fyrst og ég hef haldið áfram að gera það hjá Betu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Hlín fer meira yfir verkefnið sem framundan er.

Ísland spilar við Wales á föstudaginn. Miðasala á leikinn gegn Wales er í fullum gangi á tix.is ásamt því að mótsmiðasala á heimaleiki liðsins í keppninni verður í gangi fram að leik á föstudag.
Athugasemdir
banner