Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   mið 20. september 2023 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
watermark Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Frá æfingu í gær.
Frá æfingu í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég hlakka mjög mikið til. Það er langt síðan við höfum spilað keppnisleik þannig að það verður gaman," sagði Hlín Eiríksdóttir, framherji landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Á föstudaginn spilar Ísland sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni er þær mæta Wales á Laugardalsvelli. Svo spilar þær við Þýskaland ytra.

„Það er gaman að koma til Íslands, það er geggjað veður. Þetta er mjög gaman."

Á sínu fyrsta tímabili með Íslendingaliði Kristianstad
Hlín er á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad í Svíþjóð en það er mikið Íslendingafélag. Hún hefur verið að spila vel og er búin að skora átta mörk í 20 deildarleikjum.

„Þetta hefur verið góður tími. Spilamennskan hefur verið góð upp á síðkastið þannig að akkúrat núna líður mér frábærlega. Mér finnst ég vera að bæta mig mikið," segir Hlín.

„Persónulega finnst mér ég hafa verið sæmilega stöðug í gegnum tímabilið. Við erum búnar að vinna tvo leiki í röð núna sem er sterkt hjá okkur."

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Hvernig er að vinna með henni?

„Það er frábært, algjörlega frábært. Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja. Hún er einstök að mörgu leyti. Ég hef lært helling, sérstaklega taktískt og alveg frá því ég fór til Svíþjóðar. Ég er búin að bæta mig taktískt alveg endalaust frá því ég kom þangað fyrst og ég hef haldið áfram að gera það hjá Betu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Hlín fer meira yfir verkefnið sem framundan er.

Ísland spilar við Wales á föstudaginn. Miðasala á leikinn gegn Wales er í fullum gangi á tix.is ásamt því að mótsmiðasala á heimaleiki liðsins í keppninni verður í gangi fram að leik á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner