Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. desember 2020 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir reyndi að halda í Eið - „Sýndi mikinn karakter"
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var nýlega keyptur til ÍBV, uppeldisfélags síns, frá Íslandsmeisturum Vals.

Eiður er þrítugur varnarmaður og gekk í raðir Vals árið 2017. Áður hafði hann leikið með ÍBV og erlendis sem atvinnumaður. Hann er núna kominn aftur heim til Vestmannaeyja.

Eiður byrjaði ekki síðasta tímabil sem byrjunarliðsmaður hjá Val en vann sig inn í liðið þegar líða fór á tímabilið. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær og þar var hann spurður hvort það hefðu aldrei verið neitt vesen í samskiptum hans við Eið Aron þegar varnarmaðurinn var ekki að spila.

„Mín samskipti við Eið Aron voru mjög fín. Maður eins og hann sem hefur alltaf spilað í þeim liðum sem hann hefur verið í, það er eðlilegt að svona menn séu óánægðir. Ég gef honum það að hann tók þessu eins og maður, æfði vel og vann sér sæti í liðinu. Hann sýndi mikinn karakter og spilaði gríðarlega vel seinni hlutann á tímabilinu," sagði Heimir.

Hvernig var aðdragandinn að því að Eiður fer frá Valsmönnum?

„Fjölskyldan vildi fara til Eyja og það er oft með þessa Eyjamenn, það er eitthvað við þessa eyju sem þeir fýla og við hinir pappakassarnir skiljum ekki. Maður þarf að fara að henda sér til Eyja á Þjóðhátíð. Hann talaði við mig og vildi fá fund. Ég reyndi að telja honum trú um það að þetta væri ekki rétt skref fyrir hann, en hann hlustaði ekki á mig," sagði Heimir léttur.

Hlusta má á umræðuna í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Jólaþáttur: Ari Freyr og Heimir Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner