Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 20. desember 2020 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir um að litið hafi verið fram hjá Flick: Skandall
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið talsverð umræða um þjálfaraverðlaunin hjá FIFA sem voru gefin út á dögunum.

Horft var fram hjá Hansi Flick sem stýrði Bayern til sigurs í Meistaradeildinni, þýsku úrvalsdeildinni og þýska bikarnum. Flick tók við Bayern í nóvember á síðasta ári af Niko Kovac og hann var fljótur að koma með sínar áherslur inn í liðið.

Hann var hins vegar ekki þjálfari ársins hjá FIFA. Þau verðlaun fóru til Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Klopp stýrði Liverpool til sigurs í ensku úrvalsdeildinni, en hann var sjálfur hissa á að fá verðlaunin.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær og hann var spurður út í þá ákvörðun að líta fram hjá Flick.

„Skandall. Mér finnst það. Auðvitað ertu með Jurgen Klopp sem er einn sá allra hæfasti í dag í sínu fagi. Leikjunum var fækkað í Meistaradeildinni, en það er alveg sama - þú þarft að fara í gegnum þetta og þeir gerðu það taplausir," sagði Heimir.

„Hann gerði frábæra hluti. Ég reyni alltaf að horfa á Bayern München, það er gríðarlega gaman að horfa á þetta lið."
Útvarpsþátturinn - Jólaþáttur: Ari Freyr og Heimir Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner