Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. desember 2020 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur prófar að vera með leikmenn á æfingasvæðinu í heilan vinnudag
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá heimavelli Vals, Origo-vellinum.
Frá heimavelli Vals, Origo-vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA uppfærði lista sinn yfir evrópsk félagslið fyrr í þessum mánuði. Lélegur árangur íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum undanfarin ár gerir það að verkum að Ísland er í fjórða neðsta sæti listans. Það má því segja að íslensk félagslið séu í „ruslflokki" meðal fótboltaliða Evrópu en þessi staða gerir það að verkum að frá og með tímabilinu 2022 mun Ísland aðeins fá þrjú Evrópusæti frá UEFA í stað fjögurra.

Ef mark er tekið á listanum má segja að aðeins þrjár deildir í Evrópu séu flokkaðar slakari en sú íslenska. Það eru Eistland, Andorra og San Marínó. Ísland er í 52. sæti listans og hefur misst þjóðir eins og Gíbraltar og Færeyjar fyrir framan sig. Færeyingar eru í 47. sæti á listanum.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær og var hann spurður hvað þyrfti að gera til að laga hlutina.

„Að mínu mati eru tvær leiðir. Annað hvort að vera með þessi tólf lið og fara í þrefalda umferð. Eða fækka í tíu lið og fara í þrefalda umferð. Þá færðu þrjá leiki af KR-Valur, þrjá leiki af FH-Breiðablik. Það sem gerist með því er að þú færð fleira fólk á völlinn og fleiri leiki sem eru jafnari/samkeppnishæfari. Að lengja tímabilið er það fyrsta sem við getum gert í þá átt að reyna að bæta íslenskan fótbolta," sagði Heimir.

„Vandamálið er það að þú ert með grasvelli, en það eina jákvæði þessu Covid var að það er ekkert mál að spila í október. Ef ég man rétt þá var fínt veður í öllum leikjunum sem Valur spilaði í október."

„Ég held að það sé byrjun, en ef við ætlum að fara að komast nær þá þurfum við að fara að æfa meira. Þetta eru engin geimvísindi. Það þarf að fara að æfa meira og leggja meira á okkur. Núna er ég farinn að tala eins og Óli Þórðar," sagði Heimir.

Valur ætlar að prófa það að æfa tvisvar á dag tvisvar sinnum í viku eftir jólafrí í janúar; hafa leikmenn sína þá heilan vinnudag á Hlíðarenda tvisvar í viku.

„Við ætlum að reyna það á næsta ári, að byrja í janúar að æfa tvisvar á dag þriðjudaga og fimmtudaga. Hafa þetta þannig að menn mæta níu á morgnana í morgunmat, æfing tíu til hálf tólf, hádegismatur, svo geta menn hvílt sig eða farið í borðtennis eða eitthvað á milli, svo er aftur æfing hálf þrjú til fjögur. Þá er þetta bara eins og hefðbundinn vinnudagur."

„Við ætlum að reyna þetta í janúar. Það eru menn í vinnu og skóla, en hugsunin er sú að reyna að koma til móts við leikmennina - ef það er vinnutap eða hvort það sé eitthvað hægt að hliðra til í skólanum."

Hver er aðallega pælingin með þessu?

„Fyrst og fremst viljum við taka næsta skref fram á við og gera Valsliðið að betra liði. Það er komin ný deild í Evrópukeppninni og möguleikarnir eru rosalega miklir ef þú kemst í gegnum fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar."

UEFA Europa Conference League er ný keppni á vegum UEFA sem mun byrja á næsta ári. Hún er á stigi fyrir neðan Evrópudeildina.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Er íslenskur fótbolti í skrúfunni?
Útvarpsþátturinn - Jólaþáttur: Ari Freyr og Heimir Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner