Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. janúar 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær um kæruna: Sáu allir að þetta var brot
Mynd: Getty Images
Í dag var greint frá því að Manchester United hefði verið ákært vegna hegðunnar leikmanna liðsins í leiknum gegn Liverpool.

Leikmenn United mótmæltu mikið þegar Roberto Firmino skoraði. David de Gea taldi á sér brotið þegar hann og Virgil van Dijk börðust um boltann. De Gea gekk það langt að hann fékk gula spjaldið frá Craig Pawson.

VAR dæmdi markið ógilt og því brot á van Dijk í einvíginu. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, tjáði sig um ákæruna á blaðamannafundi í morgun.

„Ég ætti líklega ekki að ræða þetta hér," byrjaði Solskjær. „Knattspyrnusambandið sér um að klára sína ákvörðun. Markið var dæmt af. Ég sjálfur sýndi viðbrögð því allir gátu séð að þetta var brot," sagði Solskjær í morgun.
Athugasemdir
banner