Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand: Pogba einn sá besti í heimi um þessar mundir
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand hrósar franska miðjumanninum Paul Pogba í hástert en hann skoraði glæsilegt sigurmark Manchester United gegn Fulham í gærkvöldi.

Fyrr í þessum mánuði tryggði Pogba sigur gegn Burnley en hann hefur verið í miklu stuði að undanförnu.

„Þetta var stórskostleg frammistaða hjá Pogba (gegn Fulham). Stóri munurinn á honum er að hann er að framkvæma hlutina hraðar. Hann er snöggur í því sem hann gerir. Skilvirknin kemur úr efstu skúffu," segir Ferdinand.

„Hann er magnaður leikmaður og þegar hann er í stuði þá er hann einn af þeim bestu í heiminum."

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hrósaði einnig Frakkanum en United trónir nú á toppi deildarinnar.

„Hann (Pogba) hefur staðið sig mjög vel. Hann er í góði formi og hann getur spilað á miðju sem og á kanti. Það er lykilatriði með Paul að hann sé í formi, í leikformi og hlaupaformi, og hann er það í augnablikinu. Hann spilaði mjög vel," sagði Solskjær eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner