Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolo: Með mitt vinnuframleg hefði Yaya unnið Ballon d'Or
Yaya, Kolo og leikmenn Manchester City.
Yaya, Kolo og leikmenn Manchester City.
Mynd: Getty Images
Kolo Toure telur að bróðir sinn Yaya hefði getað unnið Ballon d'Or verðlaunin, hefði hann verið aðeins duglegri.

Bræðurnir áttu báðir farsæla ferla. Kolo spilaði lengst af með Arsenal, en var einnig á mála hjá Manchester City, Liverpool og Celtic. Í dag er hann í þjálfaraliði Leicester.

Yaya var síðast hjá Qingdao Huanghai í Kína, en hann er goðsögn hjá Manchester City eftir að hafa leikið þar frá 2010 til 2018.

Í viðtali við Daily Mail sagði Kolo: „Yaya var betri leikmaður en ég. Ég er með meira keppnisskap en hann. Hann er hæfileikaríkari. Ég var betri hlaupari og ég var með meira vinnuframlag."

„Ef Yaya hefði mitt vinnuframlag, með hans hæfileika þá hefði hann unnið Ballon d'Or."

Ballon d'Or verðlaunin eru veitt besta leikmanni heims ár hvert. Lionel Messi er núverandi handhafi verðlaunanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner