Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   þri 21. maí 2019 21:30
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Þýðir ekki að leggjast niður og grenja
Kvenaboltinn
Donni var ekki sáttur við leik sinna stelpna í dag.
Donni var ekki sáttur við leik sinna stelpna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er gríðarlega vonsvikinn með þetta tap og leikur liðsins var dapur í dag. Þetta var skárra í seinni hálfleik þegar við breytum um leikkerfinu og setum meiri pressu á þær," sagði Donni þjálfari Þór/KA eftir 1-4 tap gegn Breiðablik á Þórsvelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  4 Breiðablik

„Heilt yfir var frammistaðan bara léleg í dag. Við erum betri en þetta og ég held að það viti það allir. Við ætlum að gera betur í næstu verkefnum."

Iris Actherhof kom inn á sem varamaður á 21 mínútu en var tekinn af velli aftur á 55 mínútu.

„Já það var taktískt. Karen María og Fanný hafa spilað lengi saman og þekkja hvor aðra mjög vel. Þær þekkja hlaupin hjá hvor annarri. Iris er ennþá að komast inn í þetta hjá okkur, hún stóð sig ekkert illa þegar hún var inn á en þetta var taktísk breyting. Karen er búinn að standa sig stórkostlega í undanförnum leikjum þannig þetta lá beinast við."

Þór/KA fékk á sig fjögur mörk gegn Breiðablik í dag og hafði áður fengið fimm mörk á sig á móti Val.

„Það er enginn spurning við vorum búinn að koma í veg fyrir þetta í síðustu tveimur leikjum þar sem varnarleikurinn var bara mjög góður. Við erum að fá á okkur mörk fyrir utan teig sem er erfiðara að eiga við."

Þór/KA en nú 6 stigum á eftir toppliðinu.

„Við þurfum að vinna upp þessa forystu, við verðum að halda áfram að vinna leiki og það er allt hægt í þessu. Þessi lið eiga eftir að spila innbyrðis og við eigum eftir að spila við þau aftur í sumar. Við gefumst ekki upp, það er nóg af leikjum í boði. Það eru fleiri góð lið í þessari deild sem geta tekið stig af Breiðablik og Val."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér ofan.

Athugasemdir