Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   þri 21. maí 2019 21:30
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Þýðir ekki að leggjast niður og grenja
Kvenaboltinn
Donni var ekki sáttur við leik sinna stelpna í dag.
Donni var ekki sáttur við leik sinna stelpna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er gríðarlega vonsvikinn með þetta tap og leikur liðsins var dapur í dag. Þetta var skárra í seinni hálfleik þegar við breytum um leikkerfinu og setum meiri pressu á þær," sagði Donni þjálfari Þór/KA eftir 1-4 tap gegn Breiðablik á Þórsvelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  4 Breiðablik

„Heilt yfir var frammistaðan bara léleg í dag. Við erum betri en þetta og ég held að það viti það allir. Við ætlum að gera betur í næstu verkefnum."

Iris Actherhof kom inn á sem varamaður á 21 mínútu en var tekinn af velli aftur á 55 mínútu.

„Já það var taktískt. Karen María og Fanný hafa spilað lengi saman og þekkja hvor aðra mjög vel. Þær þekkja hlaupin hjá hvor annarri. Iris er ennþá að komast inn í þetta hjá okkur, hún stóð sig ekkert illa þegar hún var inn á en þetta var taktísk breyting. Karen er búinn að standa sig stórkostlega í undanförnum leikjum þannig þetta lá beinast við."

Þór/KA fékk á sig fjögur mörk gegn Breiðablik í dag og hafði áður fengið fimm mörk á sig á móti Val.

„Það er enginn spurning við vorum búinn að koma í veg fyrir þetta í síðustu tveimur leikjum þar sem varnarleikurinn var bara mjög góður. Við erum að fá á okkur mörk fyrir utan teig sem er erfiðara að eiga við."

Þór/KA en nú 6 stigum á eftir toppliðinu.

„Við þurfum að vinna upp þessa forystu, við verðum að halda áfram að vinna leiki og það er allt hægt í þessu. Þessi lið eiga eftir að spila innbyrðis og við eigum eftir að spila við þau aftur í sumar. Við gefumst ekki upp, það er nóg af leikjum í boði. Það eru fleiri góð lið í þessari deild sem geta tekið stig af Breiðablik og Val."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner