Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 21. júní 2021 22:50
Brynjar Óli Ágústsson
Kjartan Stefáns: Kaflaskiptur leikur
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. og Fylkir áttust við í Pepsi Max-deild kvenna á þessu mánudagskvöldi.

Þróttur byrjaði leikinn betur og komust þær yfir á fimmtu mínútu. Þær náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun. Fylkir vann leikinn á útivelli, 2-4. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sitt lið á móti erfiðu Þróttar liði.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Fylkir

„Kaflaskiptur, en gleðilegt að skora fjögur mörk og sýna baráttu,'' sagði Kjartan um hans sýn á leikinn.

Þróttarar ná forystu í leiknum á fimmtu mínútu, en Fylkiskonur svöruðu því vel.

„Mér fannst Þróttarar mæta vel til leiks, taktískir og góðar og við þurftum að bregðast við því. Við reynum bara að bregðast við góðu spili þeirra og kannski gekk það bara ágætlega eftir.''

Fylkir er núna í áttunda sæti eftir þennan sigur.

„Ég er klárlega ekki ánægður að vera í áttunda sæti, en það er búið að vera bras á okkur og ég er glaður að ná að tengja sigra,'' svaraði Kjartan.

Kjartan var spurður um hvort liðið ætli ekki að halda þessari siglingu áfram í næsta leik á móti Þór/KA?

„Þór/KA verður erfiður leikur og alltaf erfitt að fara norður. Þær eru sérstaklega sterkar á heimavelli, baráttuglaðar og hafa bara verið að spila vel á heimavelli. Ég býst bara við erfiðum leik.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner