Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 21. júní 2021 22:50
Brynjar Óli Ágústsson
Kjartan Stefáns: Kaflaskiptur leikur
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. og Fylkir áttust við í Pepsi Max-deild kvenna á þessu mánudagskvöldi.

Þróttur byrjaði leikinn betur og komust þær yfir á fimmtu mínútu. Þær náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun. Fylkir vann leikinn á útivelli, 2-4. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sitt lið á móti erfiðu Þróttar liði.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Fylkir

„Kaflaskiptur, en gleðilegt að skora fjögur mörk og sýna baráttu,'' sagði Kjartan um hans sýn á leikinn.

Þróttarar ná forystu í leiknum á fimmtu mínútu, en Fylkiskonur svöruðu því vel.

„Mér fannst Þróttarar mæta vel til leiks, taktískir og góðar og við þurftum að bregðast við því. Við reynum bara að bregðast við góðu spili þeirra og kannski gekk það bara ágætlega eftir.''

Fylkir er núna í áttunda sæti eftir þennan sigur.

„Ég er klárlega ekki ánægður að vera í áttunda sæti, en það er búið að vera bras á okkur og ég er glaður að ná að tengja sigra,'' svaraði Kjartan.

Kjartan var spurður um hvort liðið ætli ekki að halda þessari siglingu áfram í næsta leik á móti Þór/KA?

„Þór/KA verður erfiður leikur og alltaf erfitt að fara norður. Þær eru sérstaklega sterkar á heimavelli, baráttuglaðar og hafa bara verið að spila vel á heimavelli. Ég býst bara við erfiðum leik.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner