Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. júní 2021 16:10
Elvar Geir Magnússon
Ráða ekki Benítez vegna óánægðra stuðningsmanna
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: Getty Images
TalkSport greinir frá því að Everton hafi hætt við fyriráætlanir sínar um að ráða Rafael Benítez sem stjóra.

Benítez vann Meistaradeildina eftirminnilega með erkifjendunum í Liverpool og tenging hans við rauða hluta Liverpool borgar gerði það að verkum að margir stuðningsmenn Everton urðu reiðir þegar fréttir bárust af áhuga þeirra bláu á að ráða Spánverjann.

Meðal annars voru hengdir upp borðar fyrir utan Goodison Park þar sem pirraðir stuðningsmenn gefa það skýrt í ljós að þeir vilja ekki sjá Benítez.

Settir voru upp borðar með ljótum orðum og einnig borðar með einföldum skilaboðum eins og „Benítez þú ert ekki velkominn".

TalkSport segir að Everton hafi ákveðið að hlusta á óánægða stuðningsmenn og bjóða Benítez ekki samning. Eigandi félagsins, Farhad Moshiri, hefur í þrígang spjallað við Benítez síðustu daga.

Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, og Graham Potter, stjóri Brighton, eru meðal manna sem nú eru orðaðir við Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner