Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fös 21. júlí 2023 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnisvellinum
Úlfur Arnar: Eru með mjög sterkt og rándýrt lið
Sáttur með svarið eftir vonbrigðin í síðasta leik
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var framúrskarandi frammistaða hjá strákunum í dag," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 5-1 sigur gegn Ægi á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Ægir

Þetta var gott svar hjá Fjölnismönnum eftir að hafa tapað niður tveggja marka forskoti gegn Þrótti í síðasta leik.

„Við áttum mjög gott samtal og strákarnir stigu rosalega mikið upp. Maður sá það strax inn í klefa fyrir leik og í upphituninni, við sáum hvað í stefndi og þeir eiga hrós skilið fyrir það hvernig þeir svöruðu þessu frá því síðasta."

„Við töluðum saman um það að við værum ekki besta útgáfan af okkur sjálfum. Okkur fannst vanta meira hugarfar í okkur, að líta aðeins stærra á okkur."

Rosalegur meðbyr með þeim
Fjölnir er í öðru sæti, níu stigum á eftir Aftureldingu. Það eru níu leikir eftir en Fjölnismenn eru ekki búnir að gefa upp vonina á því að ná efsta sætinu og fara beint upp.

„Auðvitað, við ætlum ekkert að hætta fyrr en það er tölfræðilega ómögulegt. Afturelding hefur staðið sig gríðarlega vel, þeir spila vel og standa sig ofboðslega vel. En það er líklega rosalegur meðbyr með þeim og margt að falla með þeim, hlutir sem þú hefur ekki stjórn; dómgæsla, hvar boltinn er að detta inn í teig og svona. Allt hrós til þeirra en þetta er eins og City eða Liverpool, tapa varla stigi. Ef það kemur tuska í andlitið á þeim þá verðum við að sjá hvernig þeir takast á við það. Ef þeir takast illa á við það, þá reynum við okkar besta að ná þeim. En ef okkar örlög verða að fara í úrslitakeppnina, þá tæklum við það bara."

Aftureldingu var spáð um miðja deild fyrir leiktíð en er með gott forskot á toppnum og stefnir hraðbyrði upp í Bestu deildina.

„Maður bjóst ekki alveg við þessu, en ég bjóst svo sannarlega við að þeir yrðu öflugir. Við héldum kvöld fyrir okkar sterkustu bakhjarla fyrir mót og þar sagði ég það að fjögur lið gætu unnið deildina og ég nefndi Aftureldingu þar. Menn þurfa samt að átta sig á því að Afturelding er með mjög sterkt og rándýrt lið, þetta er eitt dýrasta liðið í deildinni. Þeir ná í leikmann úr úkraínsku úrvalsdeildinni, Arnór Gauta frá Noregi og Rasmus kemur til þeirra. Þetta er mjög sterkt lið, fólk þarf að átta sig á því. Þeir eru vel að þessu komnir en við sjáum hvað setur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Afturelding vann ótrúlegan 9-0 sigur á Selfossi í kvöld og það virðist fátt geta stöðvað þá í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner