Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fös 21. júlí 2023 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnisvellinum
Úlfur Arnar: Eru með mjög sterkt og rándýrt lið
Sáttur með svarið eftir vonbrigðin í síðasta leik
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var framúrskarandi frammistaða hjá strákunum í dag," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 5-1 sigur gegn Ægi á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Ægir

Þetta var gott svar hjá Fjölnismönnum eftir að hafa tapað niður tveggja marka forskoti gegn Þrótti í síðasta leik.

„Við áttum mjög gott samtal og strákarnir stigu rosalega mikið upp. Maður sá það strax inn í klefa fyrir leik og í upphituninni, við sáum hvað í stefndi og þeir eiga hrós skilið fyrir það hvernig þeir svöruðu þessu frá því síðasta."

„Við töluðum saman um það að við værum ekki besta útgáfan af okkur sjálfum. Okkur fannst vanta meira hugarfar í okkur, að líta aðeins stærra á okkur."

Rosalegur meðbyr með þeim
Fjölnir er í öðru sæti, níu stigum á eftir Aftureldingu. Það eru níu leikir eftir en Fjölnismenn eru ekki búnir að gefa upp vonina á því að ná efsta sætinu og fara beint upp.

„Auðvitað, við ætlum ekkert að hætta fyrr en það er tölfræðilega ómögulegt. Afturelding hefur staðið sig gríðarlega vel, þeir spila vel og standa sig ofboðslega vel. En það er líklega rosalegur meðbyr með þeim og margt að falla með þeim, hlutir sem þú hefur ekki stjórn; dómgæsla, hvar boltinn er að detta inn í teig og svona. Allt hrós til þeirra en þetta er eins og City eða Liverpool, tapa varla stigi. Ef það kemur tuska í andlitið á þeim þá verðum við að sjá hvernig þeir takast á við það. Ef þeir takast illa á við það, þá reynum við okkar besta að ná þeim. En ef okkar örlög verða að fara í úrslitakeppnina, þá tæklum við það bara."

Aftureldingu var spáð um miðja deild fyrir leiktíð en er með gott forskot á toppnum og stefnir hraðbyrði upp í Bestu deildina.

„Maður bjóst ekki alveg við þessu, en ég bjóst svo sannarlega við að þeir yrðu öflugir. Við héldum kvöld fyrir okkar sterkustu bakhjarla fyrir mót og þar sagði ég það að fjögur lið gætu unnið deildina og ég nefndi Aftureldingu þar. Menn þurfa samt að átta sig á því að Afturelding er með mjög sterkt og rándýrt lið, þetta er eitt dýrasta liðið í deildinni. Þeir ná í leikmann úr úkraínsku úrvalsdeildinni, Arnór Gauta frá Noregi og Rasmus kemur til þeirra. Þetta er mjög sterkt lið, fólk þarf að átta sig á því. Þeir eru vel að þessu komnir en við sjáum hvað setur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Afturelding vann ótrúlegan 9-0 sigur á Selfossi í kvöld og það virðist fátt geta stöðvað þá í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner