Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   fös 21. júlí 2023 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnisvellinum
Úlfur Arnar: Eru með mjög sterkt og rándýrt lið
Sáttur með svarið eftir vonbrigðin í síðasta leik
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var framúrskarandi frammistaða hjá strákunum í dag," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 5-1 sigur gegn Ægi á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Ægir

Þetta var gott svar hjá Fjölnismönnum eftir að hafa tapað niður tveggja marka forskoti gegn Þrótti í síðasta leik.

„Við áttum mjög gott samtal og strákarnir stigu rosalega mikið upp. Maður sá það strax inn í klefa fyrir leik og í upphituninni, við sáum hvað í stefndi og þeir eiga hrós skilið fyrir það hvernig þeir svöruðu þessu frá því síðasta."

„Við töluðum saman um það að við værum ekki besta útgáfan af okkur sjálfum. Okkur fannst vanta meira hugarfar í okkur, að líta aðeins stærra á okkur."

Rosalegur meðbyr með þeim
Fjölnir er í öðru sæti, níu stigum á eftir Aftureldingu. Það eru níu leikir eftir en Fjölnismenn eru ekki búnir að gefa upp vonina á því að ná efsta sætinu og fara beint upp.

„Auðvitað, við ætlum ekkert að hætta fyrr en það er tölfræðilega ómögulegt. Afturelding hefur staðið sig gríðarlega vel, þeir spila vel og standa sig ofboðslega vel. En það er líklega rosalegur meðbyr með þeim og margt að falla með þeim, hlutir sem þú hefur ekki stjórn; dómgæsla, hvar boltinn er að detta inn í teig og svona. Allt hrós til þeirra en þetta er eins og City eða Liverpool, tapa varla stigi. Ef það kemur tuska í andlitið á þeim þá verðum við að sjá hvernig þeir takast á við það. Ef þeir takast illa á við það, þá reynum við okkar besta að ná þeim. En ef okkar örlög verða að fara í úrslitakeppnina, þá tæklum við það bara."

Aftureldingu var spáð um miðja deild fyrir leiktíð en er með gott forskot á toppnum og stefnir hraðbyrði upp í Bestu deildina.

„Maður bjóst ekki alveg við þessu, en ég bjóst svo sannarlega við að þeir yrðu öflugir. Við héldum kvöld fyrir okkar sterkustu bakhjarla fyrir mót og þar sagði ég það að fjögur lið gætu unnið deildina og ég nefndi Aftureldingu þar. Menn þurfa samt að átta sig á því að Afturelding er með mjög sterkt og rándýrt lið, þetta er eitt dýrasta liðið í deildinni. Þeir ná í leikmann úr úkraínsku úrvalsdeildinni, Arnór Gauta frá Noregi og Rasmus kemur til þeirra. Þetta er mjög sterkt lið, fólk þarf að átta sig á því. Þeir eru vel að þessu komnir en við sjáum hvað setur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Afturelding vann ótrúlegan 9-0 sigur á Selfossi í kvöld og það virðist fátt geta stöðvað þá í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner