PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 21. júlí 2024 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fylkir heimsóttu Stjörnuna á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar 15.umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. 

Fylkismenn vonuðust til þess að byggja á flott úrslit úr síðustu umferð og spiluðu flottan leik í kvöld en náðu þó ekki að fá neitt úr leiknum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

„Fúlt að tapa. Mér fannst við spila þennan leik bara feyki vel. Varnarlega vorum við eiginlega bara frábærir. Þeir fengu ekki mörg færi á móti okkur á móti því að við erum að fá þrjú, fjögur mjög góð færi á móti þeim sem við náum ekki að nýta."  Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir leikinn í kvöld. 

„Þeir skora á okkur eftir hornspyrnu. Eitthvað sem er algjör óþarfi þegar við erum með sterka menn á þessu svæði og þessum svæðispóstum sem við eigum að jarða þessa bolta í burtu en Emil er klókur og sterkur í loftinu. Hann náði að vinna þarna einvígi." 

„Mér fannst við gera þetta bara feyki vel. Ég er stoltur af drengjunum.  Þetta er erfitt og við verðum bara að halda áfram.  Ég held bara áfram að segja það og við megum aldrei missa trú á því sem að við erum að gera. Við erum verðugir í þessa deild og verðum að sanna það. Við þurfum að hugsa um einn leik í einu núna eins og við höfum gert í allt sumar. Við erum búnir að vera þarna neðstir í allt sumar og höldum því bara áfram eins og staðan er í dag en við spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman." 

Nánar er rætt við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir