Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 21. júlí 2024 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fylkir heimsóttu Stjörnuna á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar 15.umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. 

Fylkismenn vonuðust til þess að byggja á flott úrslit úr síðustu umferð og spiluðu flottan leik í kvöld en náðu þó ekki að fá neitt úr leiknum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

„Fúlt að tapa. Mér fannst við spila þennan leik bara feyki vel. Varnarlega vorum við eiginlega bara frábærir. Þeir fengu ekki mörg færi á móti okkur á móti því að við erum að fá þrjú, fjögur mjög góð færi á móti þeim sem við náum ekki að nýta."  Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir leikinn í kvöld. 

„Þeir skora á okkur eftir hornspyrnu. Eitthvað sem er algjör óþarfi þegar við erum með sterka menn á þessu svæði og þessum svæðispóstum sem við eigum að jarða þessa bolta í burtu en Emil er klókur og sterkur í loftinu. Hann náði að vinna þarna einvígi." 

„Mér fannst við gera þetta bara feyki vel. Ég er stoltur af drengjunum.  Þetta er erfitt og við verðum bara að halda áfram.  Ég held bara áfram að segja það og við megum aldrei missa trú á því sem að við erum að gera. Við erum verðugir í þessa deild og verðum að sanna það. Við þurfum að hugsa um einn leik í einu núna eins og við höfum gert í allt sumar. Við erum búnir að vera þarna neðstir í allt sumar og höldum því bara áfram eins og staðan er í dag en við spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman." 

Nánar er rætt við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner