
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur fór með sína menn í höfuðborgina í kvöld í Safamýrina þar sem liðið mætti Fram. Leikurinn bauð uppá allt nánast en bæði lið misstu mann af velli og óðu í færum í seinni hálfleik. Sigurmarkið kom á 93. mínútu og fara Grindvíkingar með stigin 3 heim í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 2 Grindavík
"Þetta var bara geggjað. Eins sætt og það gerist. Mér fannst þeir ýfið betri en svona er fótboltinn. Fótboltinn er ótrúlegur, við erum búnir að vera mikið betri í sumum leikjum en ekki tekist að vinna en í dag fór það hinn veginn."
Bæði lið óðu í færum og gátu bæð lið tekið öll stigin en að þessu sinni voru það Grindvíkingar sem stálu honum ef svo má segja.
"Fram er með hörku lið. Fantagóðir leikmenn og þeir spila af mikilli hörku þannig ég er bara mjög sáttur að við gátum unnið hérna á þeirra heimavelli."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir