Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 21. september 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fékk kjaftshögg á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar liðið steinlág fyrir Valsmönnum 5-1.

„Við vorum teknir í bakaríið og það er ekkert flóknara en það. Við litum vægast sagt ílla út í fyrri hálfleik og það er reyndar bara til háborinnar skammar hvernig við spiluðum og þeir völtuðu yfir okkur og við vorum algjörlega út úr karakter það sem maður þekkir til þessara lið undanfarin ár og í sumar, búnir að fá fá mörk á okkur og endum með fimm á okkur í fyrri hálfleik á móti Val sem er náttúrulega skandall."

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  5 Valur

„Valsmenn voru geggjaðir, það er ekkert flóknara en það. Þeir tóku okkur bara í kennslustund og við litum bara mjög ílla út, eltandi Patrick og Sigga útum allt og opnandi svæði bakvið okkur og þetta var bara eins og smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn"

Aron Bjarnason og Patrick Pedersen voru frábærir í kvöld og var Rúnar spurður hvort það væri ekki gríðarlega erfitt að ráða við þessI gæði Vals sóknarlega

„Já engin spurning og við líka litum þá líta heldur betur vel út í kvöld."

Stjarnan fékk tækifæri til að pressa aðeins á Valsmenn sem sitja á toppi deildarinnar en köstuðu því heldur betur frá sér og var Rúnar Páll spurður hvort það mætti ekki segja að titilbaráttunni sé lokið hjá Stjörnumönnum.

„Já ég meina við höfum ekkert að gera þarna upp í titilbaráttunni ef við ætlum að tapa svona á heimavelli á móti öflugu liði Vals en við höfum ekkert þarna að gera. Við þurfum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu fyrir Breiðabliksleikinn eftir tvo daga og við þurfum að rífa okkur í gang og gleyma þessum leik í kvöld, við verðum fúlir í kvöld og síðan þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir Breiðablik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner