Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 21. september 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fékk kjaftshögg á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar liðið steinlág fyrir Valsmönnum 5-1.

„Við vorum teknir í bakaríið og það er ekkert flóknara en það. Við litum vægast sagt ílla út í fyrri hálfleik og það er reyndar bara til háborinnar skammar hvernig við spiluðum og þeir völtuðu yfir okkur og við vorum algjörlega út úr karakter það sem maður þekkir til þessara lið undanfarin ár og í sumar, búnir að fá fá mörk á okkur og endum með fimm á okkur í fyrri hálfleik á móti Val sem er náttúrulega skandall."

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  5 Valur

„Valsmenn voru geggjaðir, það er ekkert flóknara en það. Þeir tóku okkur bara í kennslustund og við litum bara mjög ílla út, eltandi Patrick og Sigga útum allt og opnandi svæði bakvið okkur og þetta var bara eins og smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn"

Aron Bjarnason og Patrick Pedersen voru frábærir í kvöld og var Rúnar spurður hvort það væri ekki gríðarlega erfitt að ráða við þessI gæði Vals sóknarlega

„Já engin spurning og við líka litum þá líta heldur betur vel út í kvöld."

Stjarnan fékk tækifæri til að pressa aðeins á Valsmenn sem sitja á toppi deildarinnar en köstuðu því heldur betur frá sér og var Rúnar Páll spurður hvort það mætti ekki segja að titilbaráttunni sé lokið hjá Stjörnumönnum.

„Já ég meina við höfum ekkert að gera þarna upp í titilbaráttunni ef við ætlum að tapa svona á heimavelli á móti öflugu liði Vals en við höfum ekkert þarna að gera. Við þurfum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu fyrir Breiðabliksleikinn eftir tvo daga og við þurfum að rífa okkur í gang og gleyma þessum leik í kvöld, við verðum fúlir í kvöld og síðan þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir Breiðablik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir