Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 21. september 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fékk kjaftshögg á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar liðið steinlág fyrir Valsmönnum 5-1.

„Við vorum teknir í bakaríið og það er ekkert flóknara en það. Við litum vægast sagt ílla út í fyrri hálfleik og það er reyndar bara til háborinnar skammar hvernig við spiluðum og þeir völtuðu yfir okkur og við vorum algjörlega út úr karakter það sem maður þekkir til þessara lið undanfarin ár og í sumar, búnir að fá fá mörk á okkur og endum með fimm á okkur í fyrri hálfleik á móti Val sem er náttúrulega skandall."

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  5 Valur

„Valsmenn voru geggjaðir, það er ekkert flóknara en það. Þeir tóku okkur bara í kennslustund og við litum bara mjög ílla út, eltandi Patrick og Sigga útum allt og opnandi svæði bakvið okkur og þetta var bara eins og smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn"

Aron Bjarnason og Patrick Pedersen voru frábærir í kvöld og var Rúnar spurður hvort það væri ekki gríðarlega erfitt að ráða við þessI gæði Vals sóknarlega

„Já engin spurning og við líka litum þá líta heldur betur vel út í kvöld."

Stjarnan fékk tækifæri til að pressa aðeins á Valsmenn sem sitja á toppi deildarinnar en köstuðu því heldur betur frá sér og var Rúnar Páll spurður hvort það mætti ekki segja að titilbaráttunni sé lokið hjá Stjörnumönnum.

„Já ég meina við höfum ekkert að gera þarna upp í titilbaráttunni ef við ætlum að tapa svona á heimavelli á móti öflugu liði Vals en við höfum ekkert þarna að gera. Við þurfum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu fyrir Breiðabliksleikinn eftir tvo daga og við þurfum að rífa okkur í gang og gleyma þessum leik í kvöld, við verðum fúlir í kvöld og síðan þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir Breiðablik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner