Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 21. september 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fékk kjaftshögg á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar liðið steinlág fyrir Valsmönnum 5-1.

„Við vorum teknir í bakaríið og það er ekkert flóknara en það. Við litum vægast sagt ílla út í fyrri hálfleik og það er reyndar bara til háborinnar skammar hvernig við spiluðum og þeir völtuðu yfir okkur og við vorum algjörlega út úr karakter það sem maður þekkir til þessara lið undanfarin ár og í sumar, búnir að fá fá mörk á okkur og endum með fimm á okkur í fyrri hálfleik á móti Val sem er náttúrulega skandall."

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  5 Valur

„Valsmenn voru geggjaðir, það er ekkert flóknara en það. Þeir tóku okkur bara í kennslustund og við litum bara mjög ílla út, eltandi Patrick og Sigga útum allt og opnandi svæði bakvið okkur og þetta var bara eins og smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn"

Aron Bjarnason og Patrick Pedersen voru frábærir í kvöld og var Rúnar spurður hvort það væri ekki gríðarlega erfitt að ráða við þessI gæði Vals sóknarlega

„Já engin spurning og við líka litum þá líta heldur betur vel út í kvöld."

Stjarnan fékk tækifæri til að pressa aðeins á Valsmenn sem sitja á toppi deildarinnar en köstuðu því heldur betur frá sér og var Rúnar Páll spurður hvort það mætti ekki segja að titilbaráttunni sé lokið hjá Stjörnumönnum.

„Já ég meina við höfum ekkert að gera þarna upp í titilbaráttunni ef við ætlum að tapa svona á heimavelli á móti öflugu liði Vals en við höfum ekkert þarna að gera. Við þurfum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu fyrir Breiðabliksleikinn eftir tvo daga og við þurfum að rífa okkur í gang og gleyma þessum leik í kvöld, við verðum fúlir í kvöld og síðan þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir Breiðablik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner