Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 21. september 2024 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Elfar Árni hér framarlega á myndinni.
Elfar Árni hér framarlega á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er bara geggjuð, ólýsanleg," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður KA, eftir 2-0 sigur gegn Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við komum hingað í fyrra og höfum tvisvar farið í undanúrslit eftir að ég kom. Það er geggjuð tilfinning að klára þetta loksins."

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

Elfar hefur leikið með KA frá 2015 en hann er mögulega á sínu síðasta tímabili með félaginu. Samningur hans rennur út eftir leiktíðina.

„Þegar ég kom vorum við í 1. deild. Þá var stefnan að fara í úrvalsdeild og gera einhverja hluti. Síðustu ár hefur gengið vel og það er geggjað að ná þessu áður en maður hættir."

„Það er frábært að ná einum stórum titli, ekki spurning."

Stuðningsmenn KA voru frábærir í kvöld. „Við fórum líka í Evrópuleikina í fyrra og vorum að spila fyrir sunnan, en þá voru margir. Það er geggjað hvað það eru margir hérna og það sýnir hvað stuðningurinn er góður í þessu félagi."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner