banner
   mið 22. janúar 2020 22:55
Aksentije Milisic
Solskjær um verstu byrjun United í 30 ár: Erum ennþá í fimmta sæti
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í kvöld í tapleiknum gegn Burnley. United spilaði hörmulega og átti fá svör gegn Burnley sem gekk á lagið og sótti þrjú góð stig á Old Trafford.

Mikil óánægja er í kringum United og ljóst er að stuðningsmenn eru að missa alla þolinmæði. Þetta er versta byrjun Man Utd í deildinni á síðustu 30 árum.

„Það mikilvægasta fyrir mér er það að við stöndum okkur vel á vellinum. Þetta í dag var ekki nógu gott frá Manchester United. Við höldum hendi okkar uppi og segjum að þetta var ekki nógu gott," sagði Ole.

Ole var spurður út í verstu byrjun liðsins í deildinni á síðustu 30 árum.

„Þú getur talað um það í allt kvöld, en við erum ennþá í fimmta sæti. Mig langar ekki að halda í það að við séum í fimmta sæti."

„Þeir vörðust vel, við gátum ekki opnað þá. Strákarnir eru að gefa allt í leikina. Þetta er erfitt fyrir þá. Væntingarnar hjá þessum klúbb eru háar og það er erfitt fyrir strákanna. Ég ætla hjálpa þeim að komast í gegnum þetta," sagði Solskjær að lokum.

Næsti leikur United er á sunnudaginn kemur en þá heimsækir liðið annað hvort Tranmere Rovers eða Watford í FA bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner